Lífið

Örsmáar lífverur á kaffihúsi

Seldi kaggann
„Fyrir slikk“ - segir Bogi Jónsson.
Seldi kaggann „Fyrir slikk“ - segir Bogi Jónsson.

Bogi Jónsson þrjóskast við að halda eign sinni á Hliði á Álftanesi. Þar var hann búinn að koma upp veitingahúsi og nuddstofu á myntkörfulánum rétt áður en allt hrundi. „Jú jú, það er allt í hálfgerðri stórsteik ennþá og það þarf kraftaverk til að maður verði ekki gjaldþrota. En maður þrjóskast við,“ segir Bogi.

Hann opnaði kaffihúsið Café Álftanes í veitingahúsinu í sumar. Á sunnudaginn verður opnuð þar sýning á myndum pabba Boga, náttúrufræðingsins Jóns Bogasonar, af örsmáum sjávarlífverum við Íslandsmið. „Umhverfisráðherrann ætlar að mæta og ég er að spá í að gefa henni slotið,“ segir Bogi. „Sú gjöf er nú ekki eins höfðingleg og ætla mætti því íslenska ríkið á þetta allt hvort sem er!“- drg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.