Lífið

Uppselt á Airwaves

Daninn Trentemöller spilar á Iceland Airwaves-hátíðinni.
Daninn Trentemöller spilar á Iceland Airwaves-hátíðinni.
Uppselt er á elleftu Iceland Airwaves-tónlistarhátíðina sem verður haldin í Reykjavík 14. til 18. október. Miðasalan í ár hefur gengið vonum framar og aldrei í sögu Airwaves hafa miðar selst upp jafnhratt.

Til að bregðast við eftirspurninni eru aðstandendur nú að íhuga að bæta við fleiri tónleikastöðum til að geta selt fleiri miða. Á meðal þeirra sem koma fram á hátíðinni eru Kings of Convenience frá Noregi, The Drums frá New York, elektró­tríóið Jessica 6 og breska hljómsveitin Black Cherry. Einnig ætla Danirnir Trentemöller og Kasper Bjørke að þeyta skífum. - fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.