Dennis Quaid rifjar upp geimverutökur á Íslandi 25. september 2009 06:00 Bæði Morgunblaðið og DV fjölluðu ítarlega um geimverumyndina Enemy Mine á sínum tíma. Snöggt skipast veður í lofti í Hollywood því Morgunblaðið birti viðhafnarviðtal við leikstjórann Loncraine sunnudaginn 6. maí. Hann var rekinn daginn eftir samkvæmt frétt DV. Dennis Quaid er sannfærður um að Íslandstökurnar séu einhvers staðar til. Stórleikarinn Dennis Quaid er ekki búinn að gleyma Íslandsheimsókn sinni fyrir 25 árum. Hann langar til að sjá tökurnar úr Enemy Mine sem aldrei voru notaðar. Töluverð eftirvænting ríkti á Íslandi sumarið 1984 þegar útsendarar kvikmyndafyrirtækisins Twentieth Century Fox mætti til Vestmannaeyja og ætluðu að taka upp geimverumyndina Enemy Mine. Tökurnur frægu hafa aldrei litið dagsins ljós en bandaríski stórleikarinn Dennis Quaid, sem lék í myndinni á sínum tíma, er þó sannfærður um að þær liggi einhvers staðar í reiðileysi. „Það hefur enginn séð þessar tökur en ég væri alveg til í að sjá þær. Þetta var allt annað en það sem Wolfang Petersen gerði síðan seinna meir,“ sagði Quaid í samtali við kvikmyndavefinn i09.com nýverið. Upphaflega var gert ráð fyrir að kvikmyndin yrði að mestu leyti gerð í Vestmannaeyjum. Leikstjóri myndarinnar var Richard Loncraine og myndin var hugsuð sem andsvar við Star Wars-æðinu. Quaid rifjaði þessa eftirminnilegu Íslandsheimsókn upp í viðtali við Morgunblaðið fyrir fjórum árum. Íslenskir fjölmiðlar fylgdust grannt með gangi mála á sínum tíma en fyrst var greint frá komu kvikmyndagerðarmannanna í DV 15. mars 1984. Þar kom fram að þeir vildu taka uppi í Prestvík og í kjölfarið var skrifað undir samstarfssamning við fulltrúa Vestmannaeyjabæjar. Töluverð eftirvænting og spenna ríkti í þjóðfélaginu fyrir komu Hollywood-stjarnanna og stóra stundin rann loks upp þegar leikstjórinn Loncraine, Quaid og Louis Gossett Jr., sem þá var nýkrýndur Óskarsverðlaunahafi fyrir kvikmyndina An Officer and a Gentleman, mættu til landsins. Tökur fóru á fullt og allt leit út fyrir að Vestmannaeyjar væru á leiðinni til Hollywood. En svo kom sprengjan. Loncraine var rekinn án nokkurs fyrirvara. Á forsíðu DV mánudaginn 7. maí birtist fyrirsögnin „Leikstjóranum óvænt sparkað“ en þar var haft eftir einum starfsmanni myndarinnar að framleiðendurnir hefðu viljað fá meiri Star Wars-brag á myndina. Leikstjórinn stóð fastur á sínu og vildi halda í hin íslensku sérkenni. Loncraine hélt tilfinningaþrungið kveðjuhóf á Hvolsvelli með tárin í augunum ef marka má frásögn DV og hélt nánast samdægurs til London. Þýska leikstjóranum Wolfgang Petersen var falið það verkefni að taka upp þráðinn að nýju en honum leist ekkert á Ísland og flutti tökuliðið til Þýskalands þar sem myndin var loks gerð. Framvinda málsins virtist hafa verið snögg því Loncraine var í viðhafnarviðtali við Morgunblaðið daginn áður, sunnudaginn 6. maí, þar sem hann lýsti því yfir hversu miklu máli myndin skipti hann. Íslenskir fjölmiðlar voru á einu máli um að þarna hefði farið forgörðum kærkomið tækifæri til að koma Íslandi á kortið sem eftirsóknarverðu ferðamannalandi. Þeir tóku þó gleði sína á ný skömmu síðar þegar tökulið James Bond-myndarinnar A View to a Kill mætti í Jökulsárlón með Roger Moore fremstan í flokki. freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Fleiri fréttir Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Sjá meira
Stórleikarinn Dennis Quaid er ekki búinn að gleyma Íslandsheimsókn sinni fyrir 25 árum. Hann langar til að sjá tökurnar úr Enemy Mine sem aldrei voru notaðar. Töluverð eftirvænting ríkti á Íslandi sumarið 1984 þegar útsendarar kvikmyndafyrirtækisins Twentieth Century Fox mætti til Vestmannaeyja og ætluðu að taka upp geimverumyndina Enemy Mine. Tökurnur frægu hafa aldrei litið dagsins ljós en bandaríski stórleikarinn Dennis Quaid, sem lék í myndinni á sínum tíma, er þó sannfærður um að þær liggi einhvers staðar í reiðileysi. „Það hefur enginn séð þessar tökur en ég væri alveg til í að sjá þær. Þetta var allt annað en það sem Wolfang Petersen gerði síðan seinna meir,“ sagði Quaid í samtali við kvikmyndavefinn i09.com nýverið. Upphaflega var gert ráð fyrir að kvikmyndin yrði að mestu leyti gerð í Vestmannaeyjum. Leikstjóri myndarinnar var Richard Loncraine og myndin var hugsuð sem andsvar við Star Wars-æðinu. Quaid rifjaði þessa eftirminnilegu Íslandsheimsókn upp í viðtali við Morgunblaðið fyrir fjórum árum. Íslenskir fjölmiðlar fylgdust grannt með gangi mála á sínum tíma en fyrst var greint frá komu kvikmyndagerðarmannanna í DV 15. mars 1984. Þar kom fram að þeir vildu taka uppi í Prestvík og í kjölfarið var skrifað undir samstarfssamning við fulltrúa Vestmannaeyjabæjar. Töluverð eftirvænting og spenna ríkti í þjóðfélaginu fyrir komu Hollywood-stjarnanna og stóra stundin rann loks upp þegar leikstjórinn Loncraine, Quaid og Louis Gossett Jr., sem þá var nýkrýndur Óskarsverðlaunahafi fyrir kvikmyndina An Officer and a Gentleman, mættu til landsins. Tökur fóru á fullt og allt leit út fyrir að Vestmannaeyjar væru á leiðinni til Hollywood. En svo kom sprengjan. Loncraine var rekinn án nokkurs fyrirvara. Á forsíðu DV mánudaginn 7. maí birtist fyrirsögnin „Leikstjóranum óvænt sparkað“ en þar var haft eftir einum starfsmanni myndarinnar að framleiðendurnir hefðu viljað fá meiri Star Wars-brag á myndina. Leikstjórinn stóð fastur á sínu og vildi halda í hin íslensku sérkenni. Loncraine hélt tilfinningaþrungið kveðjuhóf á Hvolsvelli með tárin í augunum ef marka má frásögn DV og hélt nánast samdægurs til London. Þýska leikstjóranum Wolfgang Petersen var falið það verkefni að taka upp þráðinn að nýju en honum leist ekkert á Ísland og flutti tökuliðið til Þýskalands þar sem myndin var loks gerð. Framvinda málsins virtist hafa verið snögg því Loncraine var í viðhafnarviðtali við Morgunblaðið daginn áður, sunnudaginn 6. maí, þar sem hann lýsti því yfir hversu miklu máli myndin skipti hann. Íslenskir fjölmiðlar voru á einu máli um að þarna hefði farið forgörðum kærkomið tækifæri til að koma Íslandi á kortið sem eftirsóknarverðu ferðamannalandi. Þeir tóku þó gleði sína á ný skömmu síðar þegar tökulið James Bond-myndarinnar A View to a Kill mætti í Jökulsárlón með Roger Moore fremstan í flokki. freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Fleiri fréttir Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Sjá meira