Lífið

Ármann Þorvaldsson í Berlínarmaraþoni

Mikill hiti lék maraþonhlauparana í Berlín grátt en Ármann Þorvaldsson hljóp kílómetrana 42 á þremur klukkustundum og 32 mínútum.
Mikill hiti lék maraþonhlauparana í Berlín grátt en Ármann Þorvaldsson hljóp kílómetrana 42 á þremur klukkustundum og 32 mínútum.
„Ég fékk þetta hlaup í fertugs­afmælisgjöf í fyrra frá vini mínum, Þorsteini Páli Hængssyni," segir Ármann Þorvaldsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í London, sem tók þátt í Berlínarmaraþoninu á dögunum. Hátt í fjörutíu þúsund manns tóku þátt í hlaupinu í ár en þátttakendur hafa, að sögn skipuleggjanda, aldrei verið fleiri.

Ármann, sem undirbýr nú útgáfu á bók um starf sitt fyrir Kaupþing í London, hafði aldrei hlaupið maraþon áður en hann kom til Berlínar en hafði æft stíft fyrir það í ár. „Þetta er mikil þrekraun. Síðustu fimmtán kílómetrana pældi maður mikið í því hvort maður ætti ekki bara að hætta og skella sér á McDonald's," segir Ármann.

Forstjórinn fyrrverandi var nokkuð sáttur við tímann sem hann náði en hann hljóp kílómetrana 42 á þremur klukkustundum og 32 mínútum. „Ég ætlaði að reyna að hlaupa undir þremur og þrjátíu," segir Ármann, sem getur þó vel við unað enda voru aðstæður ákaflega erfiðar; heitt var í veðri og mikill mannfjöldi horfði á sem magnaði upp hitann.

Athygli vakti að Ármann var skráður doktor á heimasíðu maraþonsins en sú nafnbót á víst ekki við rök að styðjast. „Ég spurði Þorstein að þessu en hann sagðist ekki muna hvort hann hefði skráð mig sem doktor í gríni eða hvort þetta væri bara misskilningur."- fgg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.