Lífið

Sveppi og Megan Fox mæta til leiks

Öll fjölskyldan ætti að geta fundið sér eitthvað við sitt hæfi í kvikmyndahúsum borgarinnar; unglingurinn getur séð Jennifer‘s Body með Megan Fox, smáfólkið Algjöran Sveppa en fullorðna fólkið gætt sér á poppkorni yfir Funny People.
Öll fjölskyldan ætti að geta fundið sér eitthvað við sitt hæfi í kvikmyndahúsum borgarinnar; unglingurinn getur séð Jennifer‘s Body með Megan Fox, smáfólkið Algjöran Sveppa en fullorðna fólkið gætt sér á poppkorni yfir Funny People.
Úrvalið sem kvikmyndaþyrstum kvikmyndahúsagestum býðst um helgina er nokkuð fjölbreytt. Þeir allra yngstu ættu að finna sitthvað við sitt hæfi því ofurstjarnan Algjör Sveppi mætir til leiks í sinni fyrstu kvikmynd; Algjör Sveppi og leitin að Villa.

Eins og nafnið gefur til kynna kemur eitthvað fyrir besta vin Sveppa, Villa, og hann ákveður að hafa uppi á honum ásamt nokkrum góðum hjálparhellum. Sverrir Þór og Vilhelm Anton Jónsson leika aðalhlutverkin ásamt Ingó Veðurguði og Ragnhildi Steinunni. Til að gera góða kvikmyndahelgi aðeins betri fyrir smáfólkið má einnig benda á frumsýningu Bionicle-teiknimyndarinnar.

Þeir sem aðeins eldri eru ættu ekki heldur að þurfa að kvíða helginni.

Táningsdrengir eiga eflaust eftir að flykkjast á Jennifer‘s Body þar sem Megan Fox er í aðalhlutverki en hún er eflaust einhver þekktasta leikkonan meðal ungu kynslóðarinnar um þessar mundir. Hinir aðeins fágaðri og eldri geta skellt sér á Funny People þar sem leikstjóri The 40 Year Old Virgin, Judd Apatow, situr við stjórnvölinn. Aðalleikarar eru Adam Sandler, Eric Bana og Seth Rogen.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.