Lífið

600 miðum bætt við á Airwaves

Þorsteinn Stephensen.
Þorsteinn Stephensen.
Vísir sagði frá því í gær að uppselt væri á Airwaves þó enn séu um þrjár vikur í tónlistarhátíðina. Sölu var hætt í bili en unnið var að því hörðum höndum að bæta við tónleikastað og auka miðum. Nú hefur Listasafni Reykjavíkur verið bætt við sem tónleikastað og voru 600 miðar settir í sölu í morgun. Að sögn Þorsteins Stephensen eins af skipuleggjendum hátíðarinnar eru hátt í 300 miðar af þessum 600 þegar farnir út.

„Upphaflega stóð til að hafa Listasafnið ekki með á hátíðinni vegna ótta við fjárhagsástandisns hérlendis þar sem kostnaðurinn við húsið er mjög mikill, en í ljósi frábærra miðsölu þá hefur þeirri ákvörðun verið hnekkt og 600 miðum bætt við söluna. Þetta þýðir að einhverjr tilfæringar verða gerðar á dagskránni og verður hún kynnt nánar á næstu dögum," segir í tilkynningu frá aðstandendum Airwaves.

Miðasala á viðbótar miðum hófst í dag á heimasíðu hátíðarinnar og Smekkleysu búðinni, Laugavegi 35. Miðaverð er 8.900kr






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.