Lífið

Vísindavaka í dag

Stjörnuþokur bíða lausna
Stjörnuþokur bíða lausna
Vísindavaka RANNÍS verður haldin í dag í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsinu og stendur frá kl. 17-22. Dagurinn er tileinkaður evrópskum vísindamönnum og haldinn hátíðlegur í helstu borgum Evrópu. Markmiðið með Vísindavöku og atburðum henni tengdum er að kynna fólkið á bak við rannsóknirnar og vekja athygli á fjölbreytni og mikilvægi vísindastarfs í landinu.

Á Vísindavökunni mun fræðifólk frá háskólum, stofnunum og fyrirtækjum kynna viðfangsefni sín fyrir almenningi á lifandi og skemmtilegan hátt. Gestir fá að skoða og prófa ýmis tæki og tól sem notuð eru við rannsóknir, skoða ýmsar afurðir og spjalla við vísindafólkið sjálft um hvernig er að starfa að vísindum, rannsóknum og nýsköpun. Í ár verður lögð áhersla á lifandi vísindi og uppákomur á sviði og eru börn og ungmenni sérstaklega boðin velkomin á Vísindavöku. - pbb





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.