Lífið

Eina tækifærið til að sjá Age of Stupid í hérlendu bíói

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Heimildamyndin og vitundarvakningin Age of Stupid verður sýnd í fyrsta og eina skiptið á Íslandi í kvöld. Það er Franny Armstrong sem leikstýrir myndinni en hún gerist árið 2055 og fjallar um hugsanleg áhrif hækkandi hitastigs í heiminum, svonefndrar hnattrænnar hlýnunar. Kynningarstjóri Age of Stupid, David C. Levinger, telur það í raun áhyggjuefni út af fyrir sig hve litlum vinsældum myndin hefur átt að fagna en fram að þessu hefur honum með herkjum tekist að draga fulltrúa fjölmiðla að þeim kvikmyndahúsum heimsins sem tekið hafa myndina til sýningar - og stundum ekki einu sinni þá. Levinger vonast til þess að Íslendingar séu meðvitaðri en svo um ógnir hnattrænnar hlýnunar en að láta stórvirkið fram hjá sér fara og gerir ekki ráð fyrir öðru en að þeir 220 miðar sem í boði eru á sýninguna í Smárabíói klukkan 20 í kvöld renni út eins og heitar hnattrænar lummur. Spyrjum að leikslokum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.