Lífið

Árshátíð MR: Leitað að lagi

Skólalíf skrifar
Á heimasíðu skólafélagsins í MR er nú auglýst eftir lagahöfundi sem vill gefa tónsmíðar sínar til árshátíðar skólans. Um er að ræða árshátíðarlagið svokallaða, sem fléttast inn í hátíðahöldin. Lagið er valið með keppni á hverju ári.

„Hefur þú grípandi laglínu sem getur ekki beðið eftir því að komast út úr kollinum á þér? Hefur þú áhuga á því að taka við af Sigurði Orra Guðmundssyni sem hirðskáldi MR-inga? Vilt þú fá frían miða á árshátíðina?“ segir á heimasíðunni.

Þar eru lagvísir nemendur jafnframt hvattir til að senda lögin sín í keppnina á skolafelagid@mr.is, en þátttökufresturinn rennur út mánudaginn 5. október.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×