Lífið

Hænan tekur við af egginu

Björn Bragi Arnarsson er nýr ritstjóri tímaritsins Mónitors. Hann hlakkar til að taka við keflinu og hefja störf. fréttablaðið/Vilhelm
Björn Bragi Arnarsson er nýr ritstjóri tímaritsins Mónitors. Hann hlakkar til að taka við keflinu og hefja störf. fréttablaðið/Vilhelm
Björn Bragi Arnarsson hefur verið ráðinn nýr ritstjóri tímaritsins Mónitors, en Atli Fannar Bjarkason var ritstjóri þess. Björn Bragi segist ánægður með nýja starfið, enda sé Mónitor vel heppnað og skemmtilegt blað. „Ég er svo nýbyrjaður að ég er ennþá bara í undirbúningsvinnu, en mér líst vel á þetta og held að þetta verði spennandi áskorun,“ segir Björn Bragi.

Aðspurður segir hann Mónitor hafa náð góðum árangri undir stjórn Atla Fannars en hann kvíði því þó ekki að feta í fótspor hans. „Ég kenndi náttúrlega Atla allt sem hann kann þegar við unnum saman á Blaðinu og 24 stundum á sínum tíma. Hann gerði góða hluti á meðan hann stýrði Mónitor og ég mun halda áfram með það og taka það aðeins lengra. Það er ýmislegt sem við erum að pæla í og skoða og ég vil til dæmis efla vefinn og setja meira fútt í hann. Ég stefni einnig á að auka útgáfuna, en hingað til hefur blaðið aðeins komið út fjórum sinnum á ári.“

Fyrsta blaðsins undir stjórn Björns Braga er að vænta í desember og segir hann að væntanlega verði um einhvers konar jólablað að ræða.

Þegar Björn Bragi er inntur eftir því hvort hann sé einnig í hljómsveit líkt og forverar hans, Biggi í Maus og Atli Fannar, sem var forsprakki Haltrar hóru, segir hann svo vera. „Ég er í dauðapopphljómsveitinni Rokksonur. Þetta er ný hljómsveit og ný tónlistarstefna sem heimurinn fær að heyra þegar hann er tilbúinn til þess. Sveitin spilar popplög með hráum textum sem koma aftan að fólki og ég er söngvari og gítarleikari þessarar ágætu hljómsveitar.“ - sm





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.