Lífið

Reyndi að kúga John Travolta

Bráðaliði á Bahamaeyjum er sakaður um að hafa ætlað að kúga fé út úr John Travolta í kjölfarið á andláti sonar leikarans. Málið er fyrir dómi um þessar mundir. nordicphotos/Getty
Bráðaliði á Bahamaeyjum er sakaður um að hafa ætlað að kúga fé út úr John Travolta í kjölfarið á andláti sonar leikarans. Málið er fyrir dómi um þessar mundir. nordicphotos/Getty
Bráðaliði á Bahamaeyjum reyndi að kúga fé út úr bandaríska stórleikaranum John Travolta skömmu eftir sviplegt fráfall sonar hans. Réttarhöld í málinu hófust í gær.

Bráðaliðanum Tarino Lightbourne og lögfræðingi hans, Pleasant Bridgewater, er gefið að sök að hafa ætlað að kúga fé út úr John Travolta skömmu eftir að sonur leikarans og eiginkonu hans, Kelly Preston, lést.

Tarino var meðal þeirra fyrstu sem komu að syni Travolta, Jett, skömmu eftir að hann hafði fengið hjartaáfall í lok janúar á þessu ári. Hann heldur því fram að Travolta hafi ekki viljað fara með strákinn sinn á sjúkrahús á Bahamaeyjum heldur viljað fljúga honum til Bandaríkjanna og koma honum í hendur þarlendra lækna. Við það hafi glatast dýrmætur tími.

Tarino lét lögregluyfirvöld vita að Travolta hefði neitað syni sínum um læknishjálp og bar lögreglumaðurinn Andrew Wells vitni um að hann hefði undirritað skjal frá Tarino þar sem yfirlýsing Travolta væri skjalfest. „Ég hef aldrei á mínum 27 ára ferli fengið slíka beiðni,“ sagði Wells fyrir dómi í Nassau, höfuðborg Bahamaeyja, í gær. Upphaflega var síðan gert ráð fyrir því að sjúkrabílnum með Travolta og syni hans yrði ekið út á flugvöll en þeirri áætlun var breytt á síðustu stundu og keyrt á Rand Memorial-sjúkrahúsið. Jett var þá látinn.

Tarino mun síðar hafa nálgast Travolta og hótað honum að ef hann greiddi sér ekki átján milljónir punda, eða þrjá milljarða íslenskra króna, myndi hann fara í fjölmiðla og greina frá málsatvikum þennan örlagaríka dag. Travolta mun bera vitni í málinu á næstunni.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.