Lífið

Fjórða barn Jude Law er fætt

Fjórða barn hjartaknúsarans er komið í heiminn.
Fjórða barn hjartaknúsarans er komið í heiminn.
Bandaríska fyrirsætan Samantha Burke hefur alið fjórða barn leikarans Jude Law í New York. „Samantha er afar hamingjusöm með fæðingu gullfallegrar og heilbrigðrar dóttur sem heitir Sophia,“ sagði talsmaður fyrirsætunnar. „Bæði barnið og móðirin eru við hestaheilsu.“

Tilkynnt var um að Burke væri ófrísk í júlí eftir að Law, sem er 36 ára, staðfesti að hafa átt í stuttu ástarsambandi við hina 24 ára fyrir­sætu. Kvennabósinn hefur heitið því að styðja hana við uppeldi dótturinnar þrátt fyrir að ástarsambandið hafi fjarað út. Law fer þessa dagana með titilhlutverkið í Hamlet í New York, en leikhópur­inn er sá sami og í uppsetningu í London fyrr á árinu.

Law á fyrir þrjú börn með fyrrverandi eiginkonu sinni Sadie Frost, sem hann skildi við árið 2003 eftir sjö ára hjónaband. Talið er að Law hafi kynnst Burke á meðan upptökur stóðu yfir á nýrri Sherlock Holmes-mynd í New York. Fyrirsætan hefur á bloggsíðu sinni vísað því á bug að hún sé að nota Law vegna peninganna hans. „Ég vildi ekkert að það yrði birt frétt um að ég væri ófrísk. Ég hef aldrei hugsað um peningana,“ sagði hún.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.