Lífið

Uppselt á Airwaves - miðasölu hætt í bili

Þorsteinn Stephensen
Þorsteinn Stephensen
Þorsteinn Stephensen einn af skipuleggjendum Airwaves segir að uppselt sé á hátíðina þrátt fyrir að enn séu þrjár vikur í að hún hefjist. Hann segir mikla eftirspurn hafa verið eftir miðum en sölu hafi verið hætt í bili. Hann vonast til þess að lausn finnist á að stækka hátíðina og þannig selja fleiri miða. Hann býst við svipuðum fjölda erlendra gesta og undanfarin ár.

„Við stilltum þessu upp þannig að það fóru aðeins færri miðar í sölu en undanfarin ár og það er auðvitað hluti af skýringunni. Í seldum miðum er þetta samt meiri sala en áður. Ég held að skýringin sé einnig sú að það hefur verið minna framboð af tónleikum hér á landi og minni samkeppni. Svo hefur hátíðin líka bara fest sig í sessi hjá þessum hópi sem stundar þetta," segir Þorsteinn.

Þorsteinn segist búast við svipuðum fjölda erlendra blaðamanna og gesta og undanfarin ár og reiknar með á bilinu 1500-2000 erlendum gestum í ár.

„Við erum allavega hættir að selja miða í bili en erum að vinna í því að skoða möguleika á að stækka hátíðina og verðum vonandi tilbúnir með lausnir á því í vikunni eða um helgina."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.