Fleiri fréttir

Judas Priest á Hróaskeldu

Breska þungarokksveitin Judas Priest, með Rob Halford fremstan í flokki, hefur staðfest komu sína á dönsku tónlistarhátíðinna Hróaskeldu í sumar. Hróaskelda er stærsta tónlistarhátíð í Norður-Evrópu og verður þetta í fyrsta skipti sem Judas Priest spilar á hátíðinni.

America's Next Top Model keppendur rústa þakíbúð

Fyrirsæturnar fjórtán sem kepptu um að verða næsta ofurfyrirsætan í America's Next Top Model fá líklega engin verðlaun fyrir snyrtimennsku. Eigandi fjögur hundruð milljóna glæsiíbúðar sem þær dvöldu í þær tíu vikur sem keppnin stóð yfir íhugar nú að fara í mál við framleiðendur þáttarins vegna skemmda á íbúðinni, sem hann segir nema rúmum 30 milljónum.

Ég held mínu striki

Birgir Sævarsson, 19 ára Reykvíkingur sem datt út úr Bandinu hans Bubba á föstudagskvöldið, segist sáttur með að hafa komist þó þetta langt.

Paris Hilton heimsækir Earl

Samkvæmisljónið Paris Hilton verður í gestahlutverki í þættinum "My name is Earl" sem sýndur er á Stöð 2 á fimmtudagskvöldum. Hilton mun koma fram í drauma-atriði í þættinum sem sýndur verður í byrjun apríl vestanhafs en sá þáttur verður sá fyrsti sem fer í loftið eftir að verkfalli handritshöfunda lauk í Bandaríkjunum.

Svartur Downey JR veldur fjaðrafoki

Grínmyndin Tropic Thunder, í leikstjórn Ben Stillers er að verða ein umtalaðasta myndin í Bandaríkjunum í dag, þrátt fyrir að hún hafi enn ekki verið frumsýnd. Ástæða umtalsins er sú að í myndinni leikur Robert Downey JR svertingja, eða hvítan mann að leika svertingja öllu heldur. Ben Stiller, sem leikur og leikstýrir myndinni segir að sér hafi ekki órað fyrir því fjaðrafoki sem virðist vera í uppsiglingu en margir gagnrýna framleiðendur myndarinnar fyrir að finna ekki svartan mann til að leika hlutverk Downeys.

Britney neitaði að koma fram í nýjasta myndbandinu

Nýtt myndband með poppdrottningunni Britney Spears verður frumsýnt í vikunni. Britney hefur í gegnum tíðina vakið athygli fyrir heldur djörf mynbönd þar sem hún hefur skottast um mismikið klædd. Nú verður hins vegar breyting á því Britney heillinni bregður alls ekkert fyrir í myndbandinu sem er við lagið Break the ice.

Kosning hafin fyrir Brit verðlaunin - Garðar tilnefndur

Garðar Thor Cortes hefur eins og margir vita verið tilnefndur til Bresku tónlistarverðlaunanna í klassískri tónlist, Classical Brit Awards . Hann er fyrsti Íslendingurinn sem tryggir sér tilnefningu á þessum virtu verðlaunum en áður hefur Björk Guðmundssdóttir hlotið Brit verðlaunin í popptónlist. Hægt er að tryggja Garðari sigur með því að kjósa plötuna á Netinu.

92 milljónir söfnuðust í Fiðrildavikunni

Alls söfnuðust rúmar 92 milljónir í Fiðrildaviku UNIFEM sem lauk formlega með galakvöldverði í Frímúrarahöllinni í kvöld. Hluti upphæðinnar er afrakstur uppboðs sem haldið var á galakvöldinu en auk þess safnaðist til að mynda ein milljón króna á brjóstauppboði á föstudagskvöld.

Jóakim prins: Fullur á hommabar

Jóakim Danaprins hefur valdið nokkru fjaðrafoki í dönskum fjölmiðlum fyrir það að skella sér á hommabar með vinum sínum, en prinsinn mun að öllu óbreyttu kvænast unnustu sinni Marie Cavallier í maí. Extra Bladet birti í gær myndir af prinsinum þar sem hann slettir ærlega úr klaufunum á hommabarnum Code í Kaupmannahöfn.

Seldu hekluð brjóst fyrir milljón

Í gærkvöldi fylltist Saltfélagið af uppboðsglöðum gestum sem allir voru komnir til að bjóða í brjóst. Fjármunirnir sem söfnuðust voru gefnir til Fiðrildaátaks UNIFEM.

Íslenskur lagahöfundur slær í gegn í Bandaríkjunum

Lagið Beutiful með söngkonunni Taylor Dane nýtur nú sívaxandi vinsælda vestanhafs og hefur einnig heyrst nokkuð á íslenskum útvarpsþáttum. Það vita það hins vegar fáir að lagið, sem nú er á topp tíu lista Billboard í flokknum "Club dance play", er samið af Íslendingi. Sá heitir Helgi Már Hübner og er hann höfundur og upptökustjóri lagsins.

Sir Paul safnar í sarpinn til að eiga fyrir skilnaðinum

Innan tíðar verður hægt að kaupa Bítlalögin á Netinu. Náðst hefur samkomulag um að lögin verði hægt að nálgast á iTunes síðunni og er búist við því að Paul McCartney, Ringo Starr og erfingjar Lennons og Harrisons fái um 200 milljónir punda eða um 27 milljarða íslenskra króna í sinn hlut.

Brúðkaups- og kattasýningar um helgina

Undirbúningur fyrir brúðkaupsveislur sumarsins er sjálfsagt kominn vel af stað enda komið fram í mars. Þetta vita sýningarhaldarar og nú er komið að hinni árvissu brúðkaupssýningu Já. Sýningin verður opnuð í Blómavali í Skútuvogi í dag klukkan eitt.

Bubbi kastaði upp á hvern skyldi senda heim

Birgir Sævarsson, 19 ára Reykvíkingur, var látinn fara úr Bandinu hans Bubba í kvöld. Birgir náði ekki að heilla kónginn með flutningi sínum á laginu Plush með Stone Temple Pilots en Birgir flutti lagið með íslenskum texta.

DJ Golden Boy spilar á Rex

Á morgun laugardag verður Crystal-kvöld á skemmtistaðnum Rex, en Crystal er vel þekktur næturklúbbur í bæði London og Beirút.

MR og MA mætast í úrslitum

Það verður Menntaskólinn í Reykjavík sem mætir Menntaskólanum á Akureyri í úrslitaviðureign Gettur betur sem fram fer í Sjónvarpinu næsta föstudagskvöld.

Fyrsti kiðlingur vorsins í Húsdýragarðinum

Huðnan Perla í húsdýragarðinum boðaði komu vorsins í gær, þegar hún bar myndarlegum gráhöttóttum hafri. Og fjölgaði þar með íbúum Fjölskyldu- og húsdýragarðsins um einn.

Hart í bak sett upp á 10 tímum

Leikfélagið, Vér morðingjar, ætlar að framkvæma einstakan leikhúsgjörning á sunnudaginn með því að setja upp verkið Hart í bak eftir Jökul Jakobsson á 10 klukkustundum. Vignir Rafn Valþórsson leikari segir fyrsta samlestur hefjast klukkan ellefu á sunnudagsmorgun og stefnt er á frumsýningu um kvöldið.

Mistök í Gettu betur...aftur?

Menntaskólinn á Akureyri sigraði Menntaskólann við Hamrahlíð 25-24 í æsispennadi keppni í Gettu betur í gærkvöldi. Keppnin var fyrri viðureign undanúrslita þessarar vinsælu spurningakeppni. Akureyringar svöruðu 12 hraðaspurningum rétt en fengu 13 stig. Álitamál er hvort þau hafi fengið einu stigi of mikið.

Gaukur á Stöng verður aðeins til í sögubókum

„Við munum loka staðnum í einhverntíma og opna svo aftur eftir breytingar nýjan stað með nýju nafni,“ segir Kristján Jónsson sem rekur hinn fornfræga skemmtistað Gauk á Stöng.

Ellý spáir fyrir keppendum í Bandinu hans Bubba

Spákonan snjalla Ellý Ármannsdóttir rýnir í spilin fyrir keppendurna sem eftir standa í Bandinu hans Bubba. Hún spáir því að karlkyns söngvari verður rekinn heim í kvöld, stelpurnar séu öruggar fram í næstu viku amk.

Lítill Presley á leiðinni

Lisa Marie Presley, einkadóttir Elvis Presley á von á sínu þriðja barni í haust með eiginmanninum. Fulltrúi parsins sagði við People tímaritið að þau væru í skýjunum. Þetta er fyrsta barn Lisu og eiginmannsins, gítarleikarans Michaael Lockwood. Þau giftu sig í japan fyrir rúmum tveimur árum.

Flutt á slysadeild eftir óhapp á æfingu

„Ég hef það nú bara alveg ágætt,“ segir Sólveig Arnarsdóttir leikkona sem slasaðist á æfingu í Þjóðleikhúsinu í gær. Hún var að æfa verk sem nefnist Engispretturnar þegar óhappið varð.

Forbes tilnefnir áhrifamestu stjörnurnar

Oprah trónir nú sem fyrri ár á toppi Forbes-listans yfir áhrifamesta fólkið í Hollywood. Auk gríðarvinsæls spjallþáttar síns, útvarpsþáttar og tímarits, á hún hluti í spjallþáttum Dr. Phils og Rachel Ray. Hún er bæði ríkasta konan, og blökkumaðurinn, á listanum, og er auður hennar metinn á rúman einn og hálfan milljarð bandaríkjadala - um hundrað milljarða króna.

97.000 manns horfðu á Spaugstofuna

Í vikulegri könnun Capacent á vinsælustu dagskrárliðunum í sjónvarpinu sem birtist í dag kemur fram að 97.000 manns horfðu á Spaugstofuna á laugardagskvöldið. Gettu Betur er þó með mest uppsafnað áhorf 49,9%. Rúv á 28 af 30 vinsælustu dagskrárliðum landsins.

Clapton trekkir

Miðar á tónleika Eric Clapton í Egilshöllinni 8. ágúst eru nær búnir fimm mánuðum áður en rokkarinn mætir á svæðið. Nokkur hundruð miðar á aftara svæði eru eftir af þeim tíu þúsund sem gefnir voru út, og því ljóst að stór hluti landsmanna hefur áhuga á því að berja goðið augum.

Kiddi Vídjófluga eins og innfæddur á Jamaíka

„Þetta er svo frábært að það er varla hægt að lýsa því," sagði Kristinn Kristmundsson betur þekktur sem Kiddi Vídjófluga í viðtali við Ríkisútvarpið í gær. Hann er nú staddur á Jamaíka en það er hans fyrsta utanlandsferð á ævinni. Kiddi hefur dansað diskó og hagað sér sem innfæddur í sólinni.

Laddi gestur Loga í beinni

Þátturinn Logi í beinni á morgun verður lagður í heild sinni undir feril Ladda. Þátturinn verður tekinn upp í borgarleikhúsinu í þetta sinn, og verður Laddi eini gesturinn.

Efnahagssorgunum drekkt í kampavíni?

Íslendingar draga hvergi saman seglin þrátt fyrir að spár alþjóða matsfyrirtækja gefi til kynna að efnahagslífið rambi á barmi hruns. Nýskráðir bílar voru voru tæpum fjörtíu prósentum fleiri fyrstu tvo mánuði ársins en á sama tíma í fyrra, heildar kreditkortavelta jókst um rúman fjórðung í janúar og kreditkortanotkun erlendis um rúm tuttugu og tvö prósent frá sama tímabili í fyrra.

Þursaflokkurinn á leið til Akureyrar

Landsmenn virðast ekki geta fengið nóg af Þursaflokknum. Vegna fjölda áskorana hafa Þursarnir ákveðið að halda til Akureyrar og halda tónleika á Græna hattinum föstudaginn 11. apríl.

Dauðasveitir Hillary Clinton í Kastljósinu

Áhorfendur Kastljóssins í gærkvöldi ráku margir hverjir upp stór augu þegar sýna átti auglýsingu frá stuðningsmönnum Hillary Clinton í umræðu um forkosningar demókrata í Bandaríkjunum.

Leitað að börnum fyrir þátt Opruh

Þekkir þú barn eða ungling sem er undabarn, hefur sett heimsmet, eða gert eitthvað undravert? Þáttur Opruh Winfrey leitar nú að afburðabörnum til að fjalla um í þættinum.

Létt Bylgjan heiðrar afrekskonu ársins

Létt Bylgjan ætlar að heiðra afrekskonu ársins á konukvöldi sínu næstkomandi sunnudag. Í tilkynningu frá Bylgjunni segir að allir geti farið á netið og komið með hugmyndir um hvaða onu eigi að tilnefna. Hún þurfi alls ekki að vera þjóðþekktur einstaklingur. Konan geti hafa sigrast á erfiðleikum, klifið fjöll, alið upp börn, klárað nám, hlaupið maraþon, sungið í beinni, eða skarað fram úr að öðru leiti.

Harry Potter hótað lífláti

Fjórir sérsveitarmenn gæta nú Harry Potter stjörnunnar Daniel Radcliffe öllum stundum, eftir að æstur aðdáandi hótaði honum lífláti. Við tökur á nýjustu Harry Potter myndinni á laugardag þurfti hann að skipta þrisvar sinnum um bíl til að villa um fyrir mögulegum misyndismönnum.

Máni er ekki spenntur fyrir sterahlunkum

„Mér finnst leiðinlegt að ég hafi skrifað eitthvað sem ekki mátti spyrjast út varðandi þennan þátt. Þeir sem þekkja mig vita að ég fer ekki að bulla með neitt svona," segir Þorkell Máni Pétursson, útvarpsmaður á X-inu.

Cheryl Cole fyrirgefur eiginmanninum

Cheryl Cole hefur ákveðið að fara aftur til eiginmannsins, hins fláráða Ashley Cole. The Sun hefur eftir vini söngkonunnar að hún hafi því ákveðið að fyrirgefa honum einungis mánuði eftir að hann varð uppvís að því að hafa ítrekað haldið framhjá henni.

Gillz segir Mána vera skotinn í sér

Þorkell Máni Pétursson útvarpsmaður á X-inu segir á blogginu sínu í dag að hann hafi fyrir því öruggar heimildir að Gillzenegger komi út úr skápnum í þættinum Sjálfstæðu fólki sem verður sýndur þarnæsta sunnudag. Egill Gilzenegger Einarsson segir þetta af og frá.

Fáfnismaður trúlofast æskuástinni

„Það er nú kannski best að gera ekkert mikið úr þessu, hafa smá dulúð,“ segir Fáfnismaðurinn Jón Trausti Lúthersson, sem trúlofaðist á dögunum sinni heittelskuðu, Völu Reynisdóttir. Parið tók nýlega saman aftur eftir fimm ára hlé, en þau eiga tvö börn saman, átta og tíu ára.

Rafvirki vill kynnast einstæðri milljónamóður

„Óska eftir að kynnast 2 barna móður á höfuðborgarsvæðinu...ps. tölurnar 2,5,13,20,21 þurfa að tengjast henni.“ Svona hljómaði smáauglýsing í Fréttablaðinu í morgun. Þar stendur ennfremur að frekari upplýsingar gefur Ágúst og undir er símanúmer.

Demantshringlur og smáhestar fyrir tveggja vikna tvíbura J-Lo

Þó þeir séu ekki orðnir tveggja vikna, eru tvíburar Jennifer Lopez strax farnir að lifa lúxus-lífi. J-Lo hefur að sögn lagt sig alla fram við að veita þeim heilbrigða og hamingjusama æsku. Tvíburarnir hafa sér til aðstoðar listmeðferðarfræðing, nuddara og eiga sitt eigið gjafaherbergi. Þá hefur mamma þeirra látið mála barnaherbergið í ljósbláum og grænbláum tónum, sem eiga að auka greind barnanna.

Undirfataverslun gefur flugfarþegum poka

„Ég er alltaf að ferðast með snyrtivörur og það pirraði mig að þurfa að hlaupa hring og borga tíkall fyrir pokann,“ segir Sjöfn Kolbeins hjá undirfataversluninni La Senza. Verslunin hefur ákveðið að gefa flugfarþegum sem ferðast um Flugstöð Leifs Eiríkssonar poka undir snyrtivörurnar.

Fiðrildaganga UNIFEM í kvöld!

Í tilefni af Fiðrildaviku UNIFEM efna BAS og UNIFEM til FIÐRILDAGÖNGU miðvikudaginn 5. mars kl. 20:00. Gengið verður frá húsakynnum UNIFEM á mótum Frakkastígs og Laugavegs, niður á Austurvöll.

Sokkabandið á Lókal

Leikhópnum Sokkabandinu hefur verið boðið að sýna nýjustu leiksýningu sína, Hér & Nú, á LÓKAL - alþjóðlegu leiklistarhátíðinni sem haldin verður í fyrsta skipti í Reykjavík dagana 5. – 9. mars. Tveimur öðrum íslenskum sýningum var boðið að taka þátt. Erlendu sýningarnar á hátíðinni eru ýmist frá Bandaríkjunum, Frakklandi og Belgíu.

Sjá næstu 50 fréttir