Lífið

DJ Golden Boy spilar á Rex

Golden Boy með bók sína Gigolo: Confessions of a Sexual Adventurer.
Golden Boy með bók sína Gigolo: Confessions of a Sexual Adventurer.

Á morgun laugardag verður Crystal-kvöld á skemmtistaðnum Rex, en Crystal er vel þekktur næturklúbbur í bæði London og Beirút. Að kvöldinu standa Björn Þorlákur Björnsson og Roman Olney og er kvöldið það þriðja í röð veisluhalda þeirra i Reykjavík. Síðast stóðu þeir fyrir áramótagleði Rex, en meðal gesta þá voru þeir félagar Quentin Tarantino og Eli Roth.

Plötusnúðurinn Dj Golden Boy mun gleðja gesti á dansgólfinu annað kvöld, en hann hefur spilað á mörgum af stærstu klúbbum LA, Miami, Paris og St. Tropez. Fyrir utan það að vera afbragðs plötusnúður, þá starfar hann sem tónlistarmaður og er að gefa út sína fyrstu bók, Gigolo: Confessions of a Sexual Adventurer. Fyrir áhugasama má lesa efnislýsingu bókar hans á Amazon í Bretlandi hér.

Nánar má lesa um kvöldið á heimasíðu rex.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.