Lífið

Sir Paul safnar í sarpinn til að eiga fyrir skilnaðinum

Sir Paul McCartney á von á slatta af peningum á næstunni.
Sir Paul McCartney á von á slatta af peningum á næstunni.

Innan tíðar verður hægt að kaupa Bítlalögin á Netinu. Náðst hefur samkomulag um að lögin verði hægt að nálgast á iTunes síðunni og er búist við því að Paul McCartney, Ringo Starr og erfingjar Lennons og Harrisons fái um 200 milljónir punda eða um 27 milljarða íslenskra króna í sinn hlut.

Lög Bítlanna hafa hingað til verið ófáanleg á Netinu en talið er að McCartney hafi snúist hugur í málinu vegna þess að hann þarf væntanlega að borga fyrrverandi eiginkonu sinni Heather Mills himinháar fjárhæðir í kjölfar skilnaðar þeirra hjóna.

Talið er að Sir Paul þurfi að punga út á bilinu 20 til 30 milljónum punda eða allt að tveimur milljörðum íslenskra króna vegna skilnaðarins en búist er við að dómari felli dóm sinn í málinu á næstunni. Hins vegar gæti allt eins verið að Heather endurmeti nú kröfur sínar í ljósi þessara frétta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.