Lífið

Clapton trekkir

Miðar á tónleika Eric Clapton í Egilshöllinni 8. ágúst eru nær búnir fimm mánuðum áður en rokkarinn mætir á svæðið. Nokkur hundruð miðar á aftara svæði eru eftir af þeim tíu þúsund sem gefnir voru út, og því ljóst að stór hluti landsmanna hefur áhuga á því að berja goðið augum.

Tónleikar Claptons í Reykjavík eru liður í tónleikaferð hans um Evrópur. Ferðin er farin til að fylgja eftir nýútkomun safndiski Claptons „Complete Clapton." Aðdáendur gítarleikarans verða líklega ekki sviknir en á tónleikunum mun hann flytja alþekkta slagara á borð við: Sunshine Of Your Love, White Room, Layla, I Shot the Sheriff, Knockin ´On Heaven´s Door, Cocaine, Wonderfull Tonight, It´s In The Way That You Use It og Tears In Heaven.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.