Lífið

Svartur Downey JR veldur fjaðrafoki

Hvar er Robert Downey?
Hvar er Robert Downey?

Grínmyndin Tropic Thunder, í leikstjórn Ben Stillers er að verða ein umtalaðasta myndin í Bandaríkjunum í dag, þrátt fyrir að hún hafi enn ekki verið frumsýnd. Ástæða umtalsins er sú að í myndinni leikur Robert Downey JR svertingja, eða hvítan mann að leika svertingja öllu heldur. Ben Stiller, sem leikur og leikstýrir myndinni segir að sér hafi ekki órað fyrir því fjaðrafoki sem virðist vera í uppsiglingu en margir gagnrýna framleiðendur myndarinnar fyrir að finna ekki svartan mann til að leika hlutverk Downeys.

Þessir sömu gagnrýnendur hafa líklegast ekki kynnt sér söguþráð myndarinnar nægilega vel en í henni leikur Downey hvítan Óskarsverðlaunahafa sem tekur að sér hlutverk í dýrustu Víetnam-mynd sem hefur verið gerð. Vandamálið er að í handritinu er karakterinn sem hann á að leika svartur. Í stað þess að breyta handritinu er ákveðið að Downey breyti frekar húðlitnum.

Robert Downey JR til hægri, og vinstri.

Myndin lofar síðan nokkuð góðu en Stiller hefur ekki leikstýrt kvikmynd síðan Zoolander leit dagsins ljós, sællar minningar. Söguþráðurinn er víst eitthvað á þá leið að framleiðendur myndarinnar gefast upp á frekjunni í Hollywood stjörnunum og skilja þá eftir í frumskóginum þar sem átti að taka myndina. Stjörnurnar átta sig ekki á því að þeir hafi verið skildir eftir en flækjast fljótlega í átök á milli stríðandi fylkinga í skóginum, án þess að átta sig á því að um alvöru bardaga sé að ræða.

Von er á myndinni vestanhafs í ágúst.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.