Lífið

92 milljónir söfnuðust í Fiðrildavikunni

Hekluð brjóst ruku út á uppboði í Saltfélaginu á föstudag.
Hekluð brjóst ruku út á uppboði í Saltfélaginu á föstudag.

Alls söfnuðust rúmar 92 milljónir í Fiðrildaviku UNIFEM sem lauk formlega með galakvöldverði í Frímúrarahöllinni í kvöld. Hluti upphæðinnar er afrakstur uppboðs sem haldið var á galakvöldinu en auk þess safnaðist til að mynda ein milljón króna á brjóstauppboði á föstudagskvöld.

Peningunum verður varið til styrktar baráttu gegn ofbeldi á konum í Líberíu, Súdan og Lýðveldinu Kongó.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.