Lífið

America's Next Top Model keppendur rústa þakíbúð

Tyra er líklega ekki ánægð með stúlkurnar.
Tyra er líklega ekki ánægð með stúlkurnar.
Fyrirsæturnar fjórtán sem kepptu um að verða næsta ofurfyrirsætan í America's Next Top Model fá líklega engin verðlaun fyrir snyrtimennsku. Eigandi fjögur hundruð milljóna glæsiíbúðar sem þær dvöldu í þær tíu vikur sem keppnin stóð yfir íhugar nú að fara í mál við framleiðendur þáttarins vegna skemmda á íbúðinni, sem hann segir nema rúmum 30 milljónum.

Framleiðendurnir lofuðu eiganda þakíbúðinnar á Manhattan að skemmdir, ef einhverjar, yrðu minniháttar. Að þeim orðum sögðum flutti starfslið þáttarins inn, og byrjaði að bora hundruðir hola í loftið til að koma fyrir ljósabúnaði. Í kjölfarið fylgdu fyrirsæturnar, sem að sögn heimildamanns Page Six voru ekki mikið passasamari.

Fyrirsæturnar náðu að eyðileggja brasilískt harðviðargólf íbúðarinnar. Þær færðu öll húsgöng til, og gerðu holur í veggina. Þá tókst þeim að gjöreyðileggja milljón króna ljósakrónu og sulla svo mikið á baðherberginu að klósett og innréttingar skemmdust og vatn lak niður í raftækjaverslun á fyrstu hæð hússins og olli skemmdum fyrir mörg hundruð þúsunda. Matarslagsmál skildu eftir kaffi og tómatsósubletti í rúmlega milljón króna gluggatjöldum íbúðarinnar, og stúlkurnar krotuðu með varalit á veggina.

Þegar ógreiddir rafmagnsreikningar eru teknir með metur eigandinn skemmdirnar á rúma hálfa milljón dala, eða rúmar þrjátíu milljónir.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.