Lífið

Seldu hekluð brjóst fyrir milljón

Mikil stemmning myndaðist á uppboðinu.
Mikil stemmning myndaðist á uppboðinu.

Í gærkvöldi fylltist Saltfélagið af uppboðsglöðum gestum sem allir voru komnir til að bjóða í brjóst. Fjármunirnir sem söfnuðust voru gefnir til Fiðrildaátaks UNIFEM.

„Milli 200-300 manns mættu og keyptu hekluð brjóst fyrir um eina milljón krónur," segir í tilkynningu frá UNIFEM. „Stemmningin var mikil og tóst uppboðið með eindæmum vel. Brjóstin sem boðin voru upp voru búin til í aðdraganda sýningarinnar Gyðjan í vélinni sem Vatnadansmeyjafélagið Hrafnhildur setti upp síðasta sumar."

25 handverkskonur á aldrinum 18-88 ára hekluðu um 250 brjóst en þau voru af öllum gerðum: Lítil, stór, skökk, sigin og stinn í alls konar litum. „Öll eiga þau það sameiginlegt að hafa verið unnin og gefin af hlýjum hug og hendi kvenna. Þessari gjöf fleytti Vatnadansmeyjafélagið Hrafnhildur áfram, brjóstin lifa sem listmunir og fjármunirnir sem söfnuðust voru gefnir til Fiðrildaátaks UNIFEM. Þannig að við hinn enda ferilsins njóta konur í Líberíu, Súdan og Lýðveldinu Kongó góðs af en þar mun styrkurinn verða nýttur til að berjast gegn ofbeldi gegn konum."

„Kunnum við hjá UNIFEM öllum sem að uppboðinu komu bestu þakkir; handverkskonunum sem bjuggu til brjóstin af alúð, Vatnadansmeyjunum sem mættu í fullum skrúða og buðu brjóstin röggsamlega upp af mikilli gleði, listamönnum sem fram komu og þeyttu lúðra og Saltfélaginu sem lánaði húsnæði undir herlegheitin," segir ennfremur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.