Mistök í Gettu betur...aftur? Breki Logason skrifar 7. mars 2008 16:14 Páll Ásgeir Ásgeirsson höfundur spurninga og dómari í Gettu Betur. Menntaskólinn á Akureyri sigraði Menntaskólann við Hamrahlíð 25-24 í æsispennadi keppni í Gettu betur í gærkvöldi. Keppnin var fyrri viðureign undanúrslita þessarar vinsælu spurningakeppni. Akureyringar svöruðu 12 hraðaspurningum rétt en fengu 13 stig. Álita mál er hvort þau hafi fengið einu stigi of mikið. „Engin athugasemd hefur borist mér vegna þessa máls. Ég vil því eðlilega fá að skoða þetta aftur áður en ég segi nokkuð um málið," segir Páll Ásgeir Ásgeirsson höfundur spurninga og dómari keppninnar. Í hraðaspurningunum sem er fyrsti liður keppninnar er MA-ingum gefið eitt auka stig án nokkurra útskýringa. Sigmar Guðmundsson spyrill keppninnar segir hinsvegar að oft komi það upp að hann segi rangt þegar um rétt svar hafi verið að ræða. Í þessu tilviki hafi svo verið og því hafi stigi verið bætt við þegar farið var yfir rétt svör. Akureyringum er síðan gefið rétt fyrir að svara því til að stærsti stjórnmálaflokkur Færeyja heiti Þjóðarflokkurinn en ekki Þjóðveldisflokkurinn, sem mun vera rétt heiti flokksins. Sigmar segir hinsvegar að álitamál sé hvort Ma-ingar svari Þjóðar- eða Þjóðveldisflokkurinn, því erfitt sé að greina svar þeirra. “Í keppninni og hita leiksins heyrum við báðir rétt svar og gefum stig fyrir það. Síðan á upptökunum eftir á er erfitt að heyra hvað þau segja, þar sem þau tala bæði í einu.” Snorri Hallgrímsson liðsmaður Menntaskólans við Hamrahlíð hafði heyrt af málinu þegar Vísir náði af honum tali en hafði ekki horft aftur á keppnina. „Ég ætla ekki að erfa þetta við dómara keppninnar. Keppnin er búin og þau unnu. Ég vil því bara óska þeim tilhamingju með sigurinn og við munum ekkert gera í þessu máli," segir Snorri. Svipað atvik kom upp í 8-liða úrslitum keppninnar nú í vetur þegar Menntaskólinn við Hamrahlíð sigraði Kvennaskólann í Reykjavík. Þá lagði Kvennaskólinn fram kæru þar sem þeim var gefið rangt fyrir rétt svar. Páll Ásgeir viðurkenndi þá að um mistök hafi verið að ræða en í því væri ekkert að gera. Úrslitin úr þeirri viðureign stóðu. Hægt er að horfa á umrædda keppni hér. Þess má geta að seinni undanúrslitaviðureign keppninnar fer fram í beinni útsendingu Sjónvarpsins í kvöld. Þar mætast Menntaskólinn í Reykjavík og Borgarholtsskóli. Mest lesið Þessi tíu lög komust í úrslit Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Lífið Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Lífið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið VÆB bræður á forsíðu BBC Lífið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Sjá meira
Menntaskólinn á Akureyri sigraði Menntaskólann við Hamrahlíð 25-24 í æsispennadi keppni í Gettu betur í gærkvöldi. Keppnin var fyrri viðureign undanúrslita þessarar vinsælu spurningakeppni. Akureyringar svöruðu 12 hraðaspurningum rétt en fengu 13 stig. Álita mál er hvort þau hafi fengið einu stigi of mikið. „Engin athugasemd hefur borist mér vegna þessa máls. Ég vil því eðlilega fá að skoða þetta aftur áður en ég segi nokkuð um málið," segir Páll Ásgeir Ásgeirsson höfundur spurninga og dómari keppninnar. Í hraðaspurningunum sem er fyrsti liður keppninnar er MA-ingum gefið eitt auka stig án nokkurra útskýringa. Sigmar Guðmundsson spyrill keppninnar segir hinsvegar að oft komi það upp að hann segi rangt þegar um rétt svar hafi verið að ræða. Í þessu tilviki hafi svo verið og því hafi stigi verið bætt við þegar farið var yfir rétt svör. Akureyringum er síðan gefið rétt fyrir að svara því til að stærsti stjórnmálaflokkur Færeyja heiti Þjóðarflokkurinn en ekki Þjóðveldisflokkurinn, sem mun vera rétt heiti flokksins. Sigmar segir hinsvegar að álitamál sé hvort Ma-ingar svari Þjóðar- eða Þjóðveldisflokkurinn, því erfitt sé að greina svar þeirra. “Í keppninni og hita leiksins heyrum við báðir rétt svar og gefum stig fyrir það. Síðan á upptökunum eftir á er erfitt að heyra hvað þau segja, þar sem þau tala bæði í einu.” Snorri Hallgrímsson liðsmaður Menntaskólans við Hamrahlíð hafði heyrt af málinu þegar Vísir náði af honum tali en hafði ekki horft aftur á keppnina. „Ég ætla ekki að erfa þetta við dómara keppninnar. Keppnin er búin og þau unnu. Ég vil því bara óska þeim tilhamingju með sigurinn og við munum ekkert gera í þessu máli," segir Snorri. Svipað atvik kom upp í 8-liða úrslitum keppninnar nú í vetur þegar Menntaskólinn við Hamrahlíð sigraði Kvennaskólann í Reykjavík. Þá lagði Kvennaskólinn fram kæru þar sem þeim var gefið rangt fyrir rétt svar. Páll Ásgeir viðurkenndi þá að um mistök hafi verið að ræða en í því væri ekkert að gera. Úrslitin úr þeirri viðureign stóðu. Hægt er að horfa á umrædda keppni hér. Þess má geta að seinni undanúrslitaviðureign keppninnar fer fram í beinni útsendingu Sjónvarpsins í kvöld. Þar mætast Menntaskólinn í Reykjavík og Borgarholtsskóli.
Mest lesið Þessi tíu lög komust í úrslit Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Lífið Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Lífið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið VÆB bræður á forsíðu BBC Lífið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Sjá meira