Lífið

Kosning hafin fyrir Brit verðlaunin - Garðar tilnefndur

Garðar Thor Cortes.
Garðar Thor Cortes.

Garðar Thor Cortes hefur eins og margir vita verið tilnefndur til Bresku tónlistarverðlaunanna í klassískri tónlist, Classical Brit Awards . Hann er fyrsti Íslendingurinn sem tryggir sér tilnefningu á þessum virtu verðlaunum en áður hefur Björk Guðmundssdóttir hlotið Brit verðlaunin í popptónlist. Hægt er að tryggja Garðari sigur með því að kjósa plötuna á Netinu.

Plata Garðars hefur hlotið fínustu dóma auk þess sem hún hefur rokselst og því ekki að undra þó hann hljóti tilnefninguna.

Nú er kosning hafin á netinu og hægt er að tryggja Garðari verðlaunin með því að taka þátt. Plata Garðars, "Cortes", keppir við tíu aðrar skífur um sigurinn og lýkur kosningu á miðnætti ellefta apríl næstkomandi.

Hér er hægt að kjósa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.