Lífið

Jóakim prins: Fullur á hommabar

Jóakim á góðri stundu með pabba og mömmu.
Jóakim á góðri stundu með pabba og mömmu.

Jóakim Danaprins hefur valdið nokkru fjaðrafoki í dönskum fjölmiðlum fyrir það að skella sér á hommabar með vinum sínum, en prinsinn mun að öllu óbreyttu kvænast unnustu sinni Marie Cavallier í maí. Extra Bladet birti í gær myndir af prinsinum þar sem hann slettir ærlega úr klaufunum á hommabarnum Code í Kaupmannahöfn.

Prinsinn skellti sér á barinn um klukkan níu á fimmtudagskvöldið herma heimildir blaðsins að hann hafi fengið sér vel neðan í því og ekki sparað kampavínið og vodkan. Ekki fylgir sögunni hvort unnustan hafi verið með í för.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.