Lífið

Máni er ekki spenntur fyrir sterahlunkum

„Mér finnst leiðinlegt að ég hafi skrifað eitthvað sem ekki mátti spyrjast út varðandi þennan þátt. Þeir sem þekkja mig vita að ég fer ekki að bulla með neitt svona," segir Þorkell Máni Pétursson, útvarpsmaður á X-inu.

Hiti hefur færst í rimmu hans og Egils Gillzeneggers Einarssonar, en Máni birti fyrr í dag færslu á blogginu sínu þar sem hann segir að Gillzenegger myndi koma út úr skápnum í Sjálfstæðu fólki á næstunni. Egill svaraði því til að Máni væri einfaldlega skotinn í sér.

„Egill veit fullvel að ég er ekki spenntur fyrir ljóshærðum sterahlunkum, en hann getur alltaf vonað það besta," segir Máni, sem er sannfærður um að Egill sé á leið út úr skápnum. „Ég hef áræðanlegar heimildir fyrir þessum skrifum mínum. Þetta mun allt koma í ljós í þættinum."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.