Lífið

Demantshringlur og smáhestar fyrir tveggja vikna tvíbura J-Lo

Þó þeir séu ekki orðnir tveggja vikna, eru tvíburar Jennifer Lopez strax farnir að lifa lúxus-lífi. J-Lo hefur að sögn lagt sig alla fram við að veita þeim heilbrigða og hamingjusama æsku. Tvíburarnir hafa sér til aðstoðar listmeðferðarfræðing, nuddara og eiga sitt eigið gjafaherbergi. Þá hefur mamma þeirra látið mála barnaherbergið í ljósbláum og grænbláum tónum, sem eiga að auka greind barnanna.

Samkvæmt heimildamanni Daily Mirror hafa tvíburarnir sína eigin álmu í húsi J-Lo og eiginmannsins, Marc Anthony. Álman er full af lúxus barnavörum sængurfötum úr dýrustu egypsku bómull og demantsskreyttum hringlum. Og þó börnin séu of lítil til að hafa gaman af þeim þá bíða þeirra tveir Shetland smáhestar úti í garði þegar þau verða nógu stór.

Fjölskyldunni berast nú gjafir í bílförmum, en engar þeirra enda í álmu tvíburanna. Hún er alveg sótthreinsuð, og öll blóm og gjafir eru geymd í sér herbergi svo þau mengi ekki barnasvæðið.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.