Lífið

Kínversk stjórnvöld herða reglur í kjölfar tónleika Bjarkar

Kínversk stjórnvöld ætla að herða reglur sem erlendum tónlistamönnum er gert að hlÍta eftir stuðningsyfirlýsingu Bjarkar við sjálfstæði Tíbets á tónleikum hennar í Sjanghæ á dögunum.

Í yfirlýsingu á vefsíðu kínverska menningarráðuneytisins segir að orð Bjarkar hafi sært tilfinningar kínversku þjóðarinnar og að gerðar yrðu ráðstafanir til að koma í veg fyrir að atvikið endurtaki sig.

„Við munum herða reglur um framkomu erlendra listamanna í Kína til að koma í veg fyrir sams konar atburði í framtíðinni. Við munum aldrei þola tilraunir til að skilja Tíbet frá Kína og munum í framtíðinni ekki taka á móti listamönnum sem stuðla viljandi að þessu," segir í yfirlýsingunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×