Lífið

Létt Bylgjan heiðrar afrekskonu ársins

Ragnhildur Magnúsdóttir á Létt Bylgjunni.
Ragnhildur Magnúsdóttir á Létt Bylgjunni.

Létt Bylgjan ætlar að heiðra afrekskonu ársins á konukvöldi sínu næstkomandi sunnudag. Í tilkynningu frá Bylgjunni segir að allir geti farið á netið og komið með hugmyndir um hvaða konu eigi að tilnefna. Hún þurfi alls ekki að vera þjóðþekktur einstaklingur. Konan geti hafa sigrast á erfiðleikum, klifið fjöll, alið upp börn, klárað nám, hlaupið maraþon, sungið í beinni, eða skarað fram úr að öðru leiti.

Frá og með morgundeginum verður byrjað að velja þær tíu konur sem verða tilnefndar . Afrekskona ársins verður svo valin af hlustendum í netkosningu og af dómnefnd Létt Bylgjunnar.

Afrekskonan verður svo tilkynnt og krýnd á konukvöldinu í Smáralindinni tólfta mars.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.