Fleiri fréttir

Drukkinn í spjallþætti

Leikarinn Danny DeVito mætti drukkinn í bandaríska spjallþáttinn The View sem er sýndur að deginum til. Meðstjórnandi þáttarins, Rosie O"Donnel, átti ekki í erfiðleikum með að fyrirgefa DeVito. „Danny DeVito er ekki alkóhólisti. Hann er bara náungi sem fékk sér of marga drykki með vinum sínum,“ sagði hún.

Á flakki frá fæðingu

Á veggjum kaffihússins Babalú á Skólavörðustígnum gefur nú að líta teikningar eftir Steindór Walter Þorgeirsson. Þetta er fyrsta sýning hans hér á landi, en hann hefur áður sýnt í Amsterdam og Danmörku. „Ég er fæddur á Íslandi, ólst upp í Róm, var í námi í Bretlandi og hef eiginlega verið á flakki frá fæðingu,“ sagði Steindór. Hann hefur þó alltaf snúið aftur til Íslands inn á milli.

Philo hannar fyrir GAP

Pheobe Philo varð þekkt nafn innan tískuheimsins þegar hún fékk það erfiða hlutverk að taka við starfi Stellu McCartney sem aðalhönnuður hjá Chloe. Hún gerði það vel og fatamerkið gekk vel undir hennar stjórn enda merkið þekkt fyrir að vera eitt best selda hátískumerkið.

Óléttar en samt í tísku

Það eru margar konur sem ákveða að leggjast undir feld um leið og þær verða með barni. Líkamsvöxturinn breytist og þarf því að vanda valið varðandi fatnað en það er algjör óþarfi að fela sig fyrir almenningi eins og margar stjörnurnar gera þegar þær eru óléttar.

Kaffibrennslan veðjar á heilsufæði

„Það var bara komin tími á róttækar breytingar,“ segir Sara Rut Kristinsdóttir, rekstrarstjóri Kaffibrennslunnar, einum rótgrónasta hamborgarastað miðborgarinnar sem hefur nú gengið í endurnýjun lífdaga og sérhæfir sig í heilsufæði.

Í tískubransann

Leikkonan Sienna Miller hefur nú ákveðið að feta í fótspor Kate Moss og er búin að stofna sitt eigið fatamerki. Merkið ber nafnið Twenty8twelve og er Miller í samstarfi við Savönnuh systur sína en hún er fatahönnuður að mennt. Nafnið á merkinu er vísun í afmælisdag leikkonunnar.

Hótað lífláti

Heather Mills hefur fengið líflátshótanir eftir að hún skildi við Bítilinn fyrrverandi, Paul McCartney. „Ég hef verið undir miklu álagi og hef verið mjög þunglynd undanfarna sex mánuði en var það ekki þegar ég missti fótinn,“ sagði Mills.

Forréttindi að fara með

Kristján M. Atlason fór í óhefðbundið sumarfrí í ár. Hann slóst í för með útsendara ABC hjálparstarfs og hélt til stærsta fátækrahverfis Afríku í Naíróbí í Keníu. „Ég hef unnið eins og brjálæðingur undanfarin ár, þannig að ég átti sjö vikna sumarfrí,“ sagði Kristján í samtali við Fréttablaðið.

Eignaðist stúlku

Kvikmyndaleikstjórinn Sofia Coppola eignaðist stúlkubarn fyrr í vikunni. Stúlkan hefur fengið nafnið Romy og er fyrsta barn Coppola og franska tónlistarmannins Thomas Mars. Móður og barni heilsast vel og eru nýbakaðir foreldrar yfir sig ánægðir.

Fréttir af fólki

Leikkonan Sandra Bullock á von á sínu fyrsta barni ásamt eiginmanni sínum Jesse James. Bullock hefur í mörg ár lýst yfir áhuga sínum á því að hefja barneignir og er því í skýjunum þessa dagana.

Með fjöðurstaf og fornu bleki bleki

Á morgun verður haldinn fjölskyldudagur í Þjóðmenningarhúsinu þar sem áhugafólk á öllum aldri getur kynnt sér sýningu Árnastofnunar á fornum handritum.

Í sveitasælu á Stokkseyri

Magna og förunautum hans úr Rockstar-genginu var boðið til dýrindis kvöldverðar á veitingastaðnum Við fjöruborðið á miðvikudagskvöld. „Mig langaði bara að gera eitthvað fyrir strákinn,“ sagði Bjarni Ágúst Sveinsson, frændi Magna, sem skipulagði kvöldið.

Klámmyndastjarna kom upp á milli

Nú er komin upp á yfirborðið ástæðan fyrir skilnaði Britney Spears og Kevin Federline. Parið var búið að vera óhamingjusamt lengi en nú á Federline að hafa haldið framhjá Spears ítrekað með klámmyndastjörnunni Kendru Jade. Hún er fræg stjarna blárra mynda í Hollywood og hefur meðal annars gert garðinn frægan með því að sofa hjá 350 karlmönnum í einu.

Kidman tekjuhæst

Leikkonan Nicole Kidman er tekjuhæsta leikkonan í Hollywood. Fær hún allt að 1,1 milljarð króna fyrir hverja mynd sem hún leikur í samkvæmt árlegum lista yfir tekjuhæstu leikkonurnar.

fréttir af fólki

Ekkert lát er á umfjöllun breskra fjölmiðla um Eggert Magnússon og kaup hans á West Ham. Breska blaðið The Guardian birti í fyrradag ummæli talskonu Eggerts um ástæður þess að hann keypti West Ham.

Karlmenn í konuleit

Ég rakst á skemmtilega grein um daginn í erlendu tímariti um það hverju karlmenn leiti að í konu. Konur hafa oft á tilfinningunni að karlmenn leiti sér að konu sem geri þeim lífið auðvelt, séu yfirleitt auðveldar í umgengni og viðráðanlegar.

Kristján kaupir hlut Baldurs í Mojo

„Ég byrjaði nú ferilinn þarna, þannig mér líður eins og ég sé að snúa aftur heim,“ segir Kristján Kristjánsson hárgreiðslumaður sem hefur keypt hlut Baldurs Rafns Gylfasonar í hárgreiðslustofunni Mojo.

Trúlofaðist leikkonu

Framleiðandinn Mark Burnett, sem hefur sent frá sér raunveruleikaþætti á borð við Survivor, Rock Star: Supernova og The Apprentice hefur trúlofast leikkonunni Roma Downey.

Stutt og laggott í Hollywood

Hollywood hefur aldrei verið þekkt fyrir að ala af sér löng og farsæl hjónabönd því flest stjörnuhjónabönd enda í skilnaði fyrr en seinna. Nokkur hjónabönd skera sig úr að því leyti að hafa ekki enst árið.

Slater skilur við Haddon

Skilnaður leikarans Christian Slater við sjónvarpsframleiðandann Ryan Haddon er genginn í gegn. Hjónin fyrrverandi, sem giftust á Valentínusardaginn árið 2000, skildu að borði og sæng í janúar á síðasta ári vegna óásættanlegs ágreinings.

Rak stílistann fyrir að ýta undir átröskun

Nicole Richie hefur nú rekið góðvinkonu sína og stjörnustílistann Rachel Zoe og hefur ásakað hana um að ýta undir átröskun hjá viðskiptavinum sínum. Richie gefur þetta út á heimasíðu sinni þar sem hún talar um að Zoe sé svo illa haldin af átröskun sjálf að hún reyni eftir bestu getu að hafa áhrif á alla í kringum sig.

Óvíst hvort Jónas verji titilinn

Spurningaþátturinn Meistarinn sem sló eftirminnilega í gegn fyrr á árinu verður aftur á dagskrá þegar nýtt ár er runnið upp. Þetta staðfesti spyrillinn Logi Bergman Eiðsson í samtali við Fréttablaðið. „Við höfum verið að ákveða nákvæma dagsetningu en ég reikna með að allt fari á fullt í janúar," segir Logi og því geta spurningakeppnisóðir Íslendingar farið að undirbúa sig af krafti enda til mikils að vinna, fimm milljónir.

Handtekinn með eiturlyf

Rapparinn Snoop Dogg var handtekinn fyrir að hafa í fórum sínum byssu og eiturlyf er hann yfirgaf upptökuver NBC-sjónvarpsstöðvarinnar þar sem hann hafði komið fram í kvöldþætti Jay Leno.

Bylgjan með rauða nefið...

Föstudagurinn 1. desember er Dagur rauða nefsins. Þá mun UNICEF efna til landssöfnunar til handa börnum sem eiga um sárt að binda í Afríku. Útvarpsstöðin Bylgjan mun einnig leggja sitt af mörkum. Föstudagurinn á Bylgjunni verður helgaður Degi rauða nefsins í einu og öllu.

Borat ástæða skilnaðarins

Nú hafa Pamela Anderson og Kid Rock ákveðið að fara hvort í sína áttina eftir aðeins fjögurra mánaða hjónaband. Þær sögur ganga nú fjöllunum hærra í Hollywood að ástæða skilnaðarins hafi verið hlutverk Pamelu í kvikmyndinni um sjónvarpsmanninn Borat sem nýtur mikilla vinsælda meðal áhorfenda.

Björt framtíð í Suður-Afríku

David Finlayson, stjórnandi Glen Carlou-víngerðarinnar, var á leiðinni á Decanter-vínsýninguna í London þegar hann hafði viðkomu hér á Íslandi fyrir skemmstu. Einar Logi Vignisson ræddi við hann.

Allt í öllu á BBC 6

Söngkonan Courtney Love ætlar að taka yfir útvarpsstöðina BBC 6 í einn dag, hinn 11. desember næstkomandi.

Sigur Rós í Svasílandi

Unicef stendur fyrir óvenjulegri uppákomu í versluninni Liborius við Mýrargötu. Þar verða til sýnis og sölu ljósmyndir félaganna í Sigur Rós sem þeir tóku á ferð sinni um Svasíland en þangað fór hljómsveitin til að kynna sér ástand meðal fólks sem smitað er af HIV-veirunni.

Aldrei eins mikið stress

Gítarleikarinn Friðrik Karlsson sendir frá sér tvær plötur fyrir þessi jól. Annars vegar slökunarplötuna Móðir og barn og hins vegar Álfa og fjöll með Þórunni Lárusdóttur.

Sigur Rós selur ljósmyndir til styrktar UNICEF

Á haustdögum ferðaðist hljómsveitin Sigur Rós til Svasílands á vegum Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna á Íslandi til að kynna sér HIV-verkefni samtakanna þar í landi.

Ástin er vinna

Stórleikarinn Daniel Craig hefur nú gefið upp hver er lykillinn að góðu sambandi. Leikarinn sem hefur vakið mikla athygli fyrir góða frammistöðu sína sem njósnari hennar hátignar í nýjustu James Bond-myndinni er í sambandi með bandaríska kvikmyndaframleiðandanum Satsuki Mitchell.

Ein af þeim svölustu í heimi

Tískuvöruverslunin Liborius hefur vakið mikla athygli þrátt fyrir að vera aðeins rétt mánaðargömul. Nú hefur vefsíðan Coolhunting.com sett Liborius á lista meðal svölustu hluta í heiminum í dag.

Magni æfði með Húsbandinu

Það má búast við alvöru rokkstemmningu í Laugardalshöllinni annað kvöld þegar Magni Ásgeirsson treður þar upp ásamt þremur af félögum sínum úr raunveruleikaþættinum Rock Star Supernova á sérstökum afmælistónleikum Magna.

Hræðist líflátshótanir

Fyrirsætan Heather Mills sem gengur nú í gegnum erfiðan skilnað við Paul McCartney, hefur fengið fjöldan allan af líflátshótunum frá aðdáendum bítilsins. Mills er nú orðin hrædd við að fara út úr húsi og lætur systur sína fara í gegnum allan póstinn sinn áður en hún skoðar hann. Einnig verður hún fyrir áreiti úta á götu þar sem fólk ikar ekki við að hrópa að Mills ókvæðisorðum.

Matarmenning og ferðamennska

Félagið Matur-saga-menning gengst fyrir fyrirlestraröð um íslenskan mat og matarhefðir að Grandagarði 8 í Reykjavík. Umfjöllunarefni næsta fundar verður matur og ferðamennska, en yfirskrift fundarins er „Að éta skóna sína… íslenskur matur á borðum erlendra ferðamanna fyrr og síð“.

Nicole ólétt

Samkvæmt bresku slúðurpressunni er óskarsverðlaunaleikkonan Nicole Kidman ófrísk. Kidman er sögð vera orðin stærri og stærri um magann og leit út fyrir að vera ófrísk á frumsýningu í Lundúnum sem hún var viðstödd nýlega.

Höfundur Herra Kolberts á leið til landsins

Þjóðverjinn David Gieselmann, höfundur leikritsins Herra Kolberts, sem Leikfélag Akureyrar sýnir um þessar mundir er væntanlegur til Íslands þar sem mun sjá uppfærslu LA.

Skopmyndasamkeppni um Eggert Magnússon

„Ég missi ekki svefn yfir þessu og tek þessu mjög létt,“ segir Eggert Magnússon, stjórnarformaður enska úrvalsdeildarliðsins West Ham, en hann hefur fengið að upplifa svartan húmor bresku pressunnar af eigin raun.

Tekur sér ársfrí eftir erfiðan bakuppskurð

„Því miður verð ég ekki með hópnum í ár, er að kljást við afleiðingar af bakuppskurði og verð alveg frá í heilt ár. Menn þurfa að vera við hestaheilsu og gott betur en það til að standa í þessu," segir Jónatan Garðarsson sem hefur verið viðloðandi Evróvisjón-keppnina fyrir hönd Ríkissjónvarpsins síðan 2001.

Skelfileg fjölskylda

Gamanþættirnir Married With Children komu fyrst fyrir sjónir bandarískra sjónvarpsáhorfenda árið 1987, náðu umtalsverðum vinsældum og gengu í tíu ár til ársins 1997.

Skilin eftir fjóra mánuði

Pamela Anderson hefur sótt um skilnað frá eiginmanni sínum Kid Rock en hjónabandið stóð aðeins í fjóra mánuði. Pamela sótti um skilnað frá Kid Rock á mánudagsmorgun og lýsti því síðan yfir á heimasíðu sinni að hjónabandinu væri lokið.

Stallone í kynlífsbann

Leikarinn Sylvester Stallone stundaði ekkert kynlíf á meðan upptökur kvikmyndarinnar Rocky 6 stóðu yfir. Stallone sem er orðinn sextugur, varð að neita sér um kynlífið til þess að ná betri árangri í tækjasalnum, en æfingarnar fyrir myndina voru hroðalegar.

Stríðsöxin grafin

Einn hatrammasti skilnaður í Hollywood var án efa skilnaður leikaraparsins Kim Basinger og Alec Baldwin. Skötuhjúin fyrrverandi eru enn þá óvinir í dag en þau skildu árið 2000. Á dögunum kom Alec Baldwin hins vegar fram í spjallþætti Larry King þar sem hann í fyrsta sinn talaði vel um konu sína fyrrverandi King til mikillar undrunar.

Vegleg opnun á Domo

Nýjasta viðbótin í skemmtanaflóru landsins var opnuð með pomp og pragt á laugardagskvöld. Það er skemmtistaðurinn Domo sem er í Þingholtsstræti en áður var þar til húsa Sportkaffi.

Sjá næstu 50 fréttir