Lífið

Stallone í kynlífsbann

Setti sjálfan sig í kynlífsbann.
Setti sjálfan sig í kynlífsbann.

Leikarinn Sylvester Stallone stundaði ekkert kynlíf á meðan upptökur kvikmyndarinnar Rocky 6 stóðu yfir. Stallone sem er orðinn sextugur, varð að neita sér um kynlífið til þess að ná betri árangri í tækjasalnum, en æfingarnar fyrir myndina voru hroðalegar.

„Það er bara viss orka í líkamanum og ég varð að setja hana alla í æfingarnar,“ segir Stallone og bætir því við að allir alvöru íþróttamenn vinni eins. „Ég heyrði að David Beckham geri þetta ekki, hann er eflaust undantekningin sem sannar regluna.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.