Lífið

Óléttar en samt í tísku

Stefani í síðkjól sem er tekin saman undir brjóstunum og bumban hennar sést varla.
Stefani í síðkjól sem er tekin saman undir brjóstunum og bumban hennar sést varla.

Það eru margar konur sem ákveða að leggjast undir feld um leið og þær verða með barni. Líkamsvöxturinn breytist og þarf því að vanda valið varðandi fatnað en það er algjör óþarfi að fela sig fyrir almenningi eins og margar stjörnurnar gera þegar þær eru óléttar.

Einmitt öfugt því meðan á meðgöngu stendur er hár og húð konu aldrei í betra ástandi og það er einhver sérstakur ljómi yfir óléttum konum.

Söngkonan Gwen Stefani og ofurfyrirsætan Heidi Klum eru þær konur sem létu sig ekki vanta á rauða dregilinn þrátt fyrir að vera komnar með stærri maga. Heidi var með hinn fræga raunveruleikaþátt Project Runway þótt hún væri komin á steypirinn og klæddist mikið kjólum með víðu sniði í þáttunum og notaði belti sem fylgihlut.

Stefani er þekkt fyrir grannan vöxt og flippaðan fatastíl en það breyttist þegar hún fékk kúlu á magann. Söngkonan fræga varð kvenlegri og varð oftar en ekki í fallegum síðkjólum með rauðan varalit.

Við skulum líta á fatastíl Klum og Stefani á meðan þær voru óléttar og mega margar aðrar konur taka sér þær til fyrirmyndar.

Heidi Klum lét sko bumbuna ekki aftra sér því að klæðast kynþokkafullum rauðum kjól með hárri klauf.


.
Fölbleikur kjóll sem fer Heidi vel.


.
Gwen Stefani var með best klæddu konunum á þessum rauða dregli þrátt fyrir að vera komin sjö mánuði á leið. Hvítur kjóll og óborganlegt höfuðskraut.


.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.