Lífið

fréttir af fólki

Ekkert lát er á umfjöllun breskra fjölmiðla um Eggert Magnússon og kaup hans á West Ham. Breska blaðið The Guardian birti í fyrradag ummæli talskonu Eggerts um ástæður þess að hann keypti West Ham.

Tilvist þessarar talskonu kom mörgum í opna skjöldu því Eggert hefur hingað til ekki kippt sér upp við að svara sínum síma sjálfur og fyrir mál sín. Þegar Fréttablaðið hafði samband við Eggert kom hann enda af fjöllum, sagðist enga talskonu hafa á sínum snærum og bætti því við að þetta sýndi hversu mikið væri að marka breska fjölmiðla, þeir væru farnir að skálda upp persónur.

Jón Viðar Jónsson, leiklistargagnrýnandinn grimmi, “is back and he’s angry”. Í dómi sem birtist í tímaritinu Ísafold um Amadeus í Borgarleikhúsinu hjólar hann með slíkum ósköpum í leikstjórann Stefán Baldursson að varla eru nema rjúkandi rústir einar eftir. Segir að sem betur fer sé hans “alltof, allt of löngu valdatíð” í Þjóðleikhúsinu lokið þar sem hann misnotaði aðstöðu sína og setti upp flatneskjulegar stjörnusýningar.

Guðjón Pedersen, sem telur sig nútímamann í leikhúsi, hlýtur ákúrur frá Jóni Viðari, fyrir að hleypa hinu ófrjóa stjörnuleikhúsi Stefáns afturgengnu í Borgarleikhúsið og Hilmir Snær, ætti, vilji hann ávaxta sitt pund sem leikari, ætti að svipast um eftir öðrum leikstjóra en Stefáni Baldurssyni.

-fgg/jbg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.