Lífið

Í sveitasælu á Stokkseyri

Hangikjötið frá ættaróðali Magna vakti mikla lukkku hjá gestunum.
Hangikjötið frá ættaróðali Magna vakti mikla lukkku hjá gestunum. MYND/Sunnlenska Fréttablaðið

Magna og förunautum hans úr Rockstar-genginu var boðið til dýrindis kvöldverðar á veitingastaðnum Við fjöruborðið á miðvikudagskvöld. „Mig langaði bara að gera eitthvað fyrir strákinn,“ sagði Bjarni Ágúst Sveinsson, frændi Magna, sem skipulagði kvöldið.

„Svo leitaði ég til nokkurra aðila sem vildu óðir og uppvægir leggja sitt af mörkum,“ sagði Bjarni. Hann sagði gestina hafa verið hæstánægða með að komast aðeins út á land og njóta næðisins.

„Þau voru búin að vera í stífum æfingum og voru alveg í skýjunum með þetta,“ sagði Bjarni en að sögn hans vakti hangikjötið frá Brekkubæ, uppeldisstað Magna, sérstaka lukku. „Eftir borðhaldið tóku þau svo nokkur lög og skemmtu sér bara vel,“ bætti Bjarni við en þau Storm og Toby voru þó fjarri góðu gamni. „Þetta var bara afskaplega heimilislegt og notalegt,“ sagði Bjarni að lokum.

húsbandið úr rockstar:supernova Voru ánægðir með næðið á Stokkseyri.


.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.