Lífið

Sigur Rós í Svasílandi

Sigurrós í Svasílandi „Ferðin hafði djúpstæð áhrif á okkur,“ segja þeir í Sigur Rós, „við vonum að myndirnar miðli eitthvað af þeim áhrifum til þín.“
Sigurrós í Svasílandi „Ferðin hafði djúpstæð áhrif á okkur,“ segja þeir í Sigur Rós, „við vonum að myndirnar miðli eitthvað af þeim áhrifum til þín.“

Unicef stendur fyrir óvenjulegri uppákomu í versluninni Liborius við Mýrargötu. Þar verða til sýnis og sölu ljósmyndir félaganna í Sigur Rós sem þeir tóku á ferð sinni um Svasíland en þangað fór hljómsveitin til að kynna sér ástand meðal fólks sem smitað er af HIV-veirunni.

Myndirnar eru allar til sölu en áhugasamir verða að leggja inn boð í verkin og þegar sýningarhaldinu verður lokið fær hæstbjóðandi sína mynd. Ferðina fóru þeir Sigur Rósar menn á haustdögum á vegum UNICEF Ísland, til að kynna sér starfsemi samtakanna þar í landi. Ferðin hafði mikil áhrif á hljómsveitarmennina og ákváðu þeir að efna til sýningar á ljósmyndunum sem þeir tóku í þessari heimsókn.

Sýningin ber yfirskriftina: Yfirgefna kynslóðin: Svasíland með augum Sigur Rósar. Hún verður haldin í versluninni Liborius, Mýrargötu 3. Sýningin stendur yfir frá 30. nóvember til 7. desember. Uppboð verður haldið á ljósmyndunum meðan á sýningunni stendur og mun allur ágóðinn renna til styrktar alnæmisverkefnum UNICEF í Svasílandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.