Lífið

Kristján kaupir hlut Baldurs í Mojo

Selur sinn hlut í stofunni og ætlar að einbeita sér að heildsölu.
Selur sinn hlut í stofunni og ætlar að einbeita sér að heildsölu.

„Ég byrjaði nú ferilinn þarna, þannig mér líður eins og ég sé að snúa aftur heim,“ segir Kristján Kristjánsson hárgreiðslumaður sem hefur keypt hlut Baldurs Rafns Gylfasonar í hárgreiðslustofunni Mojo.

Kristján hefur unnið á Rauðhettu og úlfinum undanfarin sex ár og fannst orðið tímabært að söðla um. „Þetta er auðvitað allt í góðu, þetta er frábær vinnustaður. Mér fannst bara kominn tími til að breyta til.“

Baldur Rafn mun hafa ákveðið að selja sinn hlut í stofunni til að geta einbeitt sér að heildsölu hárvara. „Ég var að vinna á Mojo frá 1992 til 1996 og hef þekkt Guðmund Hallgrímsson, meðeiganda Baldurs, síðan þá. Hann bauð mér að kaupa þegar Baldur ákvað að selja sinn hlut í stofunni, og mér fannst það of gott tilboð til að hafna. Við Gummi munum því reka stofuna saman og ég hlakka til að vinna með honum aftur.“ Mojo er ein vinsælasta hárgreiðslustofa landsins og þykja eigendaskiptin nokkuð stór tíðindi í heimi hártískunnar hér á landi.

Kristján vinnur út annasamasta mánuð ársins hjá Rauðhettu og úlfinum en hefur störf á Mojo strax á nýju ári. Hann segir að nýjum eigendum fylgi alltaf einhverjar breytingar en vill ekki úttala sig um þær að svo stöddu. „Það kemur í ljós þegar þar að kemur.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.