Lífið

Allt í öllu á BBC 6

Söngkonan Courtney Love verður allt í öllu hjá BBC 6 hinn 11. desember.
Söngkonan Courtney Love verður allt í öllu hjá BBC 6 hinn 11. desember.

Söngkonan Courtney Love ætlar að taka yfir útvarpsstöðina BBC 6 í einn dag, hinn 11. desember næstkomandi.

Þar mun hún spila uppáhaldslögin sín og ræða um hvernig hún hitti eiginmann sinn Kurt heitinn Cobain, söngvara Nirvana. Meðal annars mun hún spila sjaldheyrð lög bæði með Nirvana og hljómsveit sinni Hole.

Love segist þegar hafa valið helling af lögum frá sjöunda áratugnum, þar á meðal lög Bítlanna og Elvis Presley. Einnig mun hún spila lög eftir New Order, REM og The Bangles. „Ég vil að fólk læri eitthvað nýtt,“ sagði hún. „Ég hef búið til lista og hef skoðað hann vel og vandlega. Ég komst að því að ég lifi í fortíðinni.“

Love mun einnig fjalla um nýbylgjuna í Liverpool þar sem Love átti samskipti við listamenn eins og Julian Cope og Echo and the Bunnymen snemma á níunda áratugnum.

Oasis og Moby munu einnig taka yfir útvarpsstöðina BBC 6 í einn dag í næsta mánuði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.