Lífið

Með fjöðurstaf og fornu bleki bleki

Ungir sem aldnir geta kynnt sér forna ritlist.
Ungir sem aldnir geta kynnt sér forna ritlist. MYND/Valli

Á morgun verður haldinn fjölskyldudagur í Þjóðmenningarhúsinu þar sem áhugafólk á öllum aldri getur kynnt sér sýningu Árnastofnunar á fornum handritum.

Hægt verður að kynnast skrifaraiðn miðalda af eigin raun því börn og fullorðnir fá að meðhöndla það sem til þarf; fjöðurstafi gerða úr flugfjöðrum álfta, gæsa og arna, bókfell úr kálfskinni og blek soðið úr sortulyngi, mó og víðileggjum. Áhugasamir geta skrifað með rúnaletri því sýnt er hvernig stafrófið okkar er skráð með rúnum.

Á fjölskyldudeginum verður safnkennari Árnastofnunar í skrifarastofu handritasýningarinnar og veitir aðstoð og fræðslu sem alla jafna býðst skólahópum á virkum dögum. Enginn sem kann að draga til stafs er of ungur eða of gamall til að hafa gaman af að kynnast þessari fornu iðn. Allir eru velkomnir og af þessu tilefni er enginn aðgangseyrir á sýningarnar í Þjóðmenningarhúsinu á umræddum tíma.

Auk handritasýningar Árnastofnunar eru í Þjóðmenningarhúsinu sýningarnar Íslensk tískuhönnun, Fyrirheitna landið og Berlin Excursion.

Húsið verður opið milli 14 og 17.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.