Lífið

Drukkinn í spjallþætti

Leikarinn smávaxni fékk sér aðeins of mikið neðan í því.
Leikarinn smávaxni fékk sér aðeins of mikið neðan í því. MYND/AP

Leikarinn Danny DeVito mætti drukkinn í bandaríska spjallþáttinn The View sem er sýndur að deginum til. Meðstjórnandi þáttarins, Rosie O"Donnel, átti ekki í erfiðleikum með að fyrirgefa DeVito. „Danny DeVito er ekki alkóhólisti. Hann er bara náungi sem fékk sér of marga drykki með vinum sínum,“ sagði hún.

DeVito, sem er 62 ára, viðurkenndi að hafa fengið sér of mikið að drekka með vini sínum George Clooney. Sagðist hann þvoglumæltur ekki vita hvort hann hefði sofið nokkuð um nóttina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.