Lífið

Handtekinn með eiturlyf

Rapparinn Snoop Dogg hefur átt í miklum vandræðum með að halda sig á beinu brautinni.
Rapparinn Snoop Dogg hefur átt í miklum vandræðum með að halda sig á beinu brautinni. MYND/Teitur

Rapparinn Snoop Dogg var handtekinn fyrir að hafa í fórum sínum byssu og eiturlyf er hann yfirgaf upptökuver NBC-sjónvarpsstöðvarinnar þar sem hann hafði komið fram í kvöldþætti Jay Leno.

Snoop, sem heitir réttu nafni Calvin Broadus, og tveir félagar hans voru handteknir eftir að leit hafði verið gerð á heimili hans og bíl.

Snoop, sem hélt tónleika í Egilshöll í fyrra, þarf að mæta fyrir dómstólum hinn 12. desember vegna málsins. Hann þarf að gera slíkt hið sama 4. desember eftir að hann var handtekinn 27. september fyrir að hafa í fórum sínum hættulega kylfu á John Wayne-flugvellinum í Bandaríkjunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.