Lífið

Skilin eftir fjóra mánuði

Pamela Anderson og Kid Rock giftu sig með eftirminnilegum hætti fyrir fjórum mánuðum en eru nú búin að sækja um skilnað.
Pamela Anderson og Kid Rock giftu sig með eftirminnilegum hætti fyrir fjórum mánuðum en eru nú búin að sækja um skilnað.

Pamela Anderson hefur sótt um skilnað frá eiginmanni sínum Kid Rock en hjónabandið stóð aðeins í fjóra mánuði. Pamela sótti um skilnað frá Kid Rock á mánudagsmorgun og lýsti því síðan yfir á heimasíðu sinni að hjónabandinu væri lokið.

„Já, það er satt við erum að skilja vegna ósættanlegs ágreinings okkar á milli,“ segir Pamela en parið gifti sig fjórum sinnum á mismunandi stöðum í sumar og er óhætt að segja að það hafi verið gert með pomp og prakt. Ekki er víst hversu oft þau ætla að skilja en vonandi verður það bara gert einu sinni.

Pamela varð fyrir því óhappi fyrr í mánuðinum að hún missti fóstur og gæti það verið kveikjan að skilnaðinum. Þá sagðist hún samt sem áður ekkert vilja frekar en ala Kid Rock barn, en fyrir á hún tvo syni ásamt fyrrverandi eiginmanni sínum, Tommy Lee.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.