Lífið

Stríðsöxin grafin

Kim Basinger og Alec Baldwin áttust við í einu erfiðasta skilnaðarmáli í sögu Hollywood en nú virðast þau vera að reyna að sættast.
Kim Basinger og Alec Baldwin áttust við í einu erfiðasta skilnaðarmáli í sögu Hollywood en nú virðast þau vera að reyna að sættast.

Einn hatrammasti skilnaður í Hollywood var án efa skilnaður leikaraparsins Kim Basinger og Alec Baldwin. Skötuhjúin fyrrverandi eru enn þá óvinir í dag en þau skildu árið 2000. Á dögunum kom Alec Baldwin hins vegar fram í spjallþætti Larry King þar sem hann í fyrsta sinn talaði vel um konu sína fyrrverandi King til mikillar undrunar.

Það þykir vera vísun á að Baldwin og Basinger séu á góðri leið með að grafa stríðsöxina.

Alec sagði að Basinger væri mjög góð manneskja. „Það var gott að eyða tímanum með Kim og áttum við mjög góðar stundir saman,“ sagði Alec en bætti því samt við að hann hefði óskað að þau hefðu ekki endað þetta svona illa því þá gæti hann kannski fengið að hitta dóttur sína meira. Helsta ágreiningsefni parsins við skilnaðinn var forræðið yfir dóttur þeirra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.