Lífið

Ástin er vinna

Daniel Craig segir að það sé misskilningur að ástin sé dans á rósum. Gott samband verði til vegna mikillar vinnu, ekki bara vegna ástarinnar einni saman.
Daniel Craig segir að það sé misskilningur að ástin sé dans á rósum. Gott samband verði til vegna mikillar vinnu, ekki bara vegna ástarinnar einni saman.

Stórleikarinn Daniel Craig hefur nú gefið upp hver er lykillinn að góðu sambandi. Leikarinn sem hefur vakið mikla athygli fyrir góða frammistöðu sína sem njósnari hennar hátignar í nýjustu James Bond-myndinni er í sambandi með bandaríska kvikmyndaframleiðandanum Satsuki Mitchell.

„Það halda allir að aðalatriðið í sambandi sé rómantík og endalaus ást en það kemur ekki af sjálfu sér og ef maður vill vera í góðu sambandi þá verður maður muna að þetta er vinna og vinna,“ segir Craig en hann segist einnig bera mikla virðingu fyrir konum enda alinn upp af móður sinni og systur. Craig hefur verið orðaður við bæði Kate Moss og Siennu Miller og telur Craig sig vera með eindæmum góðan kærasta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.