Lífið

Aldrei eins mikið stress

Friðrik gefur út tvær plötur fyrir þessi jól.
Friðrik gefur út tvær plötur fyrir þessi jól. MYND/Heiða

Gítarleikarinn Friðrik Karlsson sendir frá sér tvær plötur fyrir þessi jól. Annars vegar slökunarplötuna Móðir og barn og hins vegar Álfa og fjöll með Þórunni Lárusdóttur.

Friðrik hefur verið duglegur við útgáfu slökunarplatna og er Móðir og barn sú tíunda í röðinni sem er gefin út hér á landi. „Ég er alltaf að fá tölvupóst frá konum sem hafa verið að þakka mér fyrir. Þær eru búnar að nota tónlistina mína í meðgöngu, við fæðingu og eftir fæðingu.

Þá datt mér í hug að fara alla leið með það konsept og gera einn svona disk, annars vegar fyrir móðurina til að slaka á og hins vegar fyrir barnið. Þar eru þetta vögguvísur sem eru útsettar í rólegum stíl,“ segir Friðrik. Þau lög syngur Sesselja Magnúsdóttir en ekkert er sungið á hinni plötunni.

Glötuð jógatónlistFriðrik byrjaði að semja slökunartónlist eftir að hann fór að læra jóga fyrir mörgum árum. „Mér fannst músíkin sem var spiluð þar alveg glötuð þannig að ég samdi einn disk fyrir sjálfan mig til að gera mitt jóga við. Síðan var einhver sem heyrði þetta og þannig byrjaði það,“ segir hann og játar að svona tónlist sé mjög góð við stressi. „Það hefur aldrei verið eins mikið stress í samfélaginu hvar sem er. Það gerist allt orðið svo hratt.“ Forvitinn dávaldurFriðrik er mikill áhugamaður um mannrækt og hefur til dæmis meistararéttindi í NPL, dáleiðslu, Time Line Therapy og annað stig í Reiki-heilun. Einnig hefur hann lagt stund á indversk Ayurveda-fræði, Kapalah og forn-vísindi Huna frá Hawaii. Hann segir að forvitni hafi rekið hann áfram í þessu námi sínu. Einnig hafi hann viljað tengjast slökunartónlistinni betur með þessum hætti. „Ég er svo mikið að selja þessa músík til alls konar þerapista. Ég er búinn að læra þessar aðferðir líka þannig að ég veit hvernig músíkin þarf að vera til að hún henti þeim.“ Keltneskar útsetningarÖnnur plata frá Friðriki kemur út fyrir þessi jól, sem nefnist Álfar og fjöll. Friðrik sér um útsetningar og hljóðfæraleik að mestu og Þórunn Lárusdóttir um sönginn. Á plötunni syngur Þórunn ýmis íslensk lög, gömul og ný, en lögin eru útsett í eins konar léttum keltneskum stíl. Lögin eru flestum Íslendingum kunn og má þar nefna Ísland er land þitt, Sofðu unga ástin mín og Hvert örstutt spor. Auk þess eru á plötunni þrjú lög sem Friðrik Karlsson samdi við texta Þórunnar annars vegar og við texta Ingibjargar Gunnarsdóttur hins vegar.

„Það hafði aldrei verið gert neitt svoleiðis áður. Þessi íslensku lög henta svo vel í þessum stíl,“ segir Friðrik, sem er að spá í að gera aðra plötu í þessum dúr.freyr@frettabladid.is





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.