Lífið

Í tískubransann

Er búin að stofna sitt eigið fatamerki en leikkonan er þekkt tískufyrirmynd og ein best klædda kona Bretlands.
Er búin að stofna sitt eigið fatamerki en leikkonan er þekkt tískufyrirmynd og ein best klædda kona Bretlands.

Leikkonan Sienna Miller hefur nú ákveðið að feta í fótspor Kate Moss og er búin að stofna sitt eigið fatamerki. Merkið ber nafnið Twenty8twelve og er Miller í samstarfi við Savönnuh systur sína en hún er fatahönnuður að mennt. Nafnið á merkinu er vísun í afmælisdag leikkonunnar.

Fatamerkið er að hluta til fjármagnað af gallabuxnamerkinu Pepe Jeans en Sienna hefur verið andlit fyrirtækisins um nokkurt skeið.

„Ég er mjög ánægð með fyrstu línuna okkar sem kemur út næsta sumar. Ekki samt halda að ég ætli að leggja þetta fyrir mig. Ég er leikona fyrst og fremst en tíska er áhugamálið mitt,“ segir Sienna Miller.

Miller er þekkt fyrir að vera með best klæddu konum Bretlands en hún og Kate Moss hafa trónað saman á toppi listans um þó nokkurt skeið. Það er því kærkomin viðbót að Miller leyfi öðrum að njóta hæfileika sinn á sviði tískunnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.