Karlmenn í konuleit 1. desember 2006 10:00 Harpa Pétursdóttir segir að karlmenn vilji ekki eignast auðveldar konur Ég rakst á skemmtilega grein um daginn í erlendu tímariti um það hverju karlmenn leiti að í konu. Konur hafa oft á tilfinningunni að karlmenn leiti sér að konu sem geri þeim lífið auðvelt, séu yfirleitt auðveldar í umgengni og viðráðanlegar. Þetta misskilja margar konur og haga sér í samræmi við það. Þá er ég að tala um að klæða sig frekar druslulega, vera einfaldar í fasi og hlæja að öllu sem þeir segja og gera. Þessi grein, sem á að vera byggð á ítarlegum rannsóknum, sýnir margt annað. Í fyrsta lagi segir í greininni að karlmenn leiti sér að konum sem eigi sitt eigið líf og séu temmilega uppteknar af því. Séu ekki hringjandi, sendandi pósta og sms allan liðlangan daginn. Þeir leiti sér að konum sem láti ganga á eftir sér og eigi ekki alltaf frumkvæðið. Konum sem séu sexí án þess að vera druslulegar. Þetta finnst mér segja sig sjálft og að fleiri mættu átta sig á! Þá segir greinin líka að karlmenn kunni betur að meta konur sem séu ekki of auðveldar í bólið og láti hafa aðeins fyrir því að koma þeim þangað. Það er víst ekkert sem segir að karlmenn séu alltaf spenntari en konur að komast á þann áfangastað! Konur eigi að hugsa um mennina sína þannig að þær sýni þeim mátulega að þeim sé ekki sama um þá og vilji gera fyrir þá hluti eins og að elda og þvo af þeim þvott án þess þó að breytast í mömmur þeirra. Ennfremur segir að kona eigi að vera til halds og trausts fyrir manninn sinn eins og með því að sjá til þess að hann mæti ekki á fund með yfirmanninum með blett í bindinu og hlæja að bröndurunum hans þegar það skiptir máli fyrir hann. Hér kemur svo eitt sem er víst agalega mikilvægt: karlmenn vilja ekki konur sem beita þá þrýstingi! Þá er verið að meina að það er hreinlega bannað að minnast á G-orðið hræðilega … giftingu! Kona má víst aldrei ýta á eftir manni sínum að giftast eða skuldbinda sig. Vá, hvers lags endalaust tipl á tám er þetta? Þetta á víst að vera besta leiðin til að slaufa sambandinu, eins og það séu bara konurnar sem vilji giftast! Konur megi alls ekki fyrirgefa auðveldlega og kyngja bulli frá neinum. Ef þær geri mönnum sínum ekki grein fyrir því að svikum fylgi refsing beri þeir minni virðingu fyrir þeim og þeir komist upp á lagið með að henda í þær skít. Það hefur allavega reynst vel í þjóðfélögum að kenna fólki lexíur. Greinin var fróðleg lesturs án þess þó að koma mér mjög á óvart en það virðist þó vera að allmargar konur séu haldnar ranghugmyndum um karlmenn. Það gefur auga leið að allt sem er of auðvelt er leiðinlegt til lengdar! Menning Mest lesið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Bíó og sjónvarp Bragason leikur Zeldu prinsessu Lífið 50+: Grái fiðringurinn hjá kallinum ekkert endilega vesen Áskorun Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Sjá meira
Ég rakst á skemmtilega grein um daginn í erlendu tímariti um það hverju karlmenn leiti að í konu. Konur hafa oft á tilfinningunni að karlmenn leiti sér að konu sem geri þeim lífið auðvelt, séu yfirleitt auðveldar í umgengni og viðráðanlegar. Þetta misskilja margar konur og haga sér í samræmi við það. Þá er ég að tala um að klæða sig frekar druslulega, vera einfaldar í fasi og hlæja að öllu sem þeir segja og gera. Þessi grein, sem á að vera byggð á ítarlegum rannsóknum, sýnir margt annað. Í fyrsta lagi segir í greininni að karlmenn leiti sér að konum sem eigi sitt eigið líf og séu temmilega uppteknar af því. Séu ekki hringjandi, sendandi pósta og sms allan liðlangan daginn. Þeir leiti sér að konum sem láti ganga á eftir sér og eigi ekki alltaf frumkvæðið. Konum sem séu sexí án þess að vera druslulegar. Þetta finnst mér segja sig sjálft og að fleiri mættu átta sig á! Þá segir greinin líka að karlmenn kunni betur að meta konur sem séu ekki of auðveldar í bólið og láti hafa aðeins fyrir því að koma þeim þangað. Það er víst ekkert sem segir að karlmenn séu alltaf spenntari en konur að komast á þann áfangastað! Konur eigi að hugsa um mennina sína þannig að þær sýni þeim mátulega að þeim sé ekki sama um þá og vilji gera fyrir þá hluti eins og að elda og þvo af þeim þvott án þess þó að breytast í mömmur þeirra. Ennfremur segir að kona eigi að vera til halds og trausts fyrir manninn sinn eins og með því að sjá til þess að hann mæti ekki á fund með yfirmanninum með blett í bindinu og hlæja að bröndurunum hans þegar það skiptir máli fyrir hann. Hér kemur svo eitt sem er víst agalega mikilvægt: karlmenn vilja ekki konur sem beita þá þrýstingi! Þá er verið að meina að það er hreinlega bannað að minnast á G-orðið hræðilega … giftingu! Kona má víst aldrei ýta á eftir manni sínum að giftast eða skuldbinda sig. Vá, hvers lags endalaust tipl á tám er þetta? Þetta á víst að vera besta leiðin til að slaufa sambandinu, eins og það séu bara konurnar sem vilji giftast! Konur megi alls ekki fyrirgefa auðveldlega og kyngja bulli frá neinum. Ef þær geri mönnum sínum ekki grein fyrir því að svikum fylgi refsing beri þeir minni virðingu fyrir þeim og þeir komist upp á lagið með að henda í þær skít. Það hefur allavega reynst vel í þjóðfélögum að kenna fólki lexíur. Greinin var fróðleg lesturs án þess þó að koma mér mjög á óvart en það virðist þó vera að allmargar konur séu haldnar ranghugmyndum um karlmenn. Það gefur auga leið að allt sem er of auðvelt er leiðinlegt til lengdar!
Menning Mest lesið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Bíó og sjónvarp Bragason leikur Zeldu prinsessu Lífið 50+: Grái fiðringurinn hjá kallinum ekkert endilega vesen Áskorun Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Sjá meira