Lífið

Kidman tekjuhæst

Kidman er tekjuhæsta leikkonan í Hollywood  með 1,1 milljarð í laun fyrir hverja mynd.
Kidman er tekjuhæsta leikkonan í Hollywood með 1,1 milljarð í laun fyrir hverja mynd.

Leikkonan Nicole Kidman er tekjuhæsta leikkonan í Hollywood. Fær hún allt að 1,1 milljarð króna fyrir hverja mynd sem hún leikur í samkvæmt árlegum lista yfir tekjuhæstu leikkonurnar.

Kidman, sem er 39 ára, varð í öðru sæti á síðasta ári á eftir Juliu Roberts sem hefur verið tekjuhæst undanfarin fjögur ár. Roberts komst ekki á listann í ár, enda eignaðist hún tvíbura sem hún hefur einbeitt sér alfarið að.

Í öðru sæti á listanum lenti Reese Witherspoon með rúman milljarð í laun. Hún vann óskarsverðlaunin fyrr á árinu fyrir hlutverk sitt í Walk the Line.

Í næstu sætum á eftir komu Renee Zellweger, Drew Barry-more og Cameron Diaz sem fá allar svipuð laun og Witherspoon. Á eftir þeim komu Halle Berry, Charlize Theron, Angelina Jolie, Kirsten Dunst og Jennifer Aniston.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.