Lífið

Á flakki frá fæðingu

Bauð myndir í skiptum fyrir mat á göngu sinni um Evrópu.
Bauð myndir í skiptum fyrir mat á göngu sinni um Evrópu. MYND/Brink

Á veggjum kaffihússins Babalú á Skólavörðustígnum gefur nú að líta teikningar eftir Steindór Walter Þorgeirsson. Þetta er fyrsta sýning hans hér á landi, en hann hefur áður sýnt í Amsterdam og Danmörku. „Ég er fæddur á Íslandi, ólst upp í Róm, var í námi í Bretlandi og hef eiginlega verið á flakki frá fæðingu,“ sagði Steindór. Hann hefur þó alltaf snúið aftur til Íslands inn á milli.

Blekteikningar Steindórs bera vitni um mikla nákvæmni, enda segist hann taka sérstaklega eftir smáatriðum. „Ég nota líka minnstu gerð af penna sem ég hef fundið. Hann fæst ekki hér á landi svo ég fæ hann sendan til mín,“ sagði Steindór. „Þetta er eiginlega hugleiðsla með öllum þessum smáatriðum,“ sagði hann. Þó að teikningarnar hafi alltaf verið áhugamál getur Steindór þó sagst hafa haft lifibrauð af þeim.

 „Ég gekk í gegnum Evrópu fyrir tveimur árum, og þá gerði ég það stundum að rölta inn á einhvern stað og biðja um mat eða kaffi í skiptum fyrir mynd. Það virkaði ágætlega,“ sagði Steindór.

Sýningin á Babalú varir til 4. desember, en Steindór áformar að halda einhvern veginn upp á lokunina þar sem ekki fór mikið fyrir opnunarpartíi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.