Fleiri fréttir

Lík Jacksons flutt á Neverland á fimmtudag

Lík Michaels Jacksons verður flutt á Neverland búgarðinn á fimmtudagsmorgun en konungurinn verður kistulagður daginn eftir. Hann verður svo jarðsunginn á sunnudag eftir því sem slúðurvefsíðan TMZ heldur fram.

Vita fátt betra en hjólhýsin

Í kvöld heimsækir sjónvarpsþátturinn Ísland í dag elsta hjólhýsahverfi landsins sem fer vaxandi en gríðarleg vinna hefur verið lögð í lóðirnar í hverfinu. Áhorfendur fá að kíkja inn í nokkur hjólhýsanna þar sem rætt er við heimamenn sem vita fátt betra en hjólhýsin. Ísland í dag hefst klukkan 18:55 strax að loknum fréttum Stöðvar 2.

Haffi Haffi og léttklæddar dansmeyjar - myndband

Á meðfylgjandi myndbandi má sjá söngvarann Haffa Haff, léttklædda dansara og Írisi Hólm koma fram á Broadway með Micha Moor og INNA og frumflytja lagið Control. Sjá má flutninginn hér í heild sinni. Haffi og Íris fljúga til Möltu næstkomandi fimmtudag til að syngja lagið Control og Give me sexy í sjónvarpi í beinni útsendingu á Ungfrú Malta.

South River með Guðrúnu

Hljómsveitin South River Band og söngkonan Guðrún Gunnarsdóttir ætla að leggja land undir fót og halda þrenna tónleika á næstunni. Fyrstu tónleikarnir verða á Gömlu-Borg í Grímsnesi á miðvikudag, þeir næstu á Café Rosenberg 8. júlí og þeir síðustu á Kumlinge á Álandseyjum 10. júlí. Allir hefjast þeir klukkan 21. Efnisskrá tónleikanna verður blanda af gömlu og nýju efni auk laga Guðrúnar. Núverandi meðlimir South River Band eru Helgi Þór Ingason, Ólafur Sigurðsson, Matthías Stefánsson, Ólafur Þórðarson og Grétar Ingi Grétarsson.

Beggi og Pacas selja píanó

„Við höfum fengið mjög góð viðbrögð, öll jákvæð, og fólk er mjög opið fyrir þessu. Það eru eiginlega allir sammála um að þetta sé tíminn til að fara með svona hlut af stað,“ segir Geir Sveinsson, fyrrverandi handboltakappi.

Rebekka meðal þeirra vinsælustu

Samkvæmt vefsíðu hins virta ljósmyndatímarits Photo District News, pdnonline.com, er íslenski ljósmyndarinn Rebekka Guðleifsdóttir meðal fimm vinsælustu ljósmyndara internetsins. Samkvæmt Pdnonline er talið að yfir sex milljónir gesta hafi heimsótt Flickr-vefsíðu hennar. Fram kemur í greininni að erfitt sé að meta vinsældir á ljósmyndavefsíðunni Flickr en fáir geti státað af jafn góðum árangri og Rebekka. Enda hafi hróður hennar borist víða, greinar um hana hafi birst í tímaritum og blöðum beggja vegna Atlantshafsins.

Lautarferðir á Lækjartorgi í sumar

Landnemahópur Vinnuskólans ætlar að grilla á Lækjartorgi í hádeginu á virkum dögum í sumar undir leiðsögn leikarans Ívars Arnar Sverrissonar, sem hefur verið ráðinn Landnámsmaður miðbæjarins. Fólk er hvatt til að taka með sér samloku, pylsu eða uppáhaldssteikina sína í nesti og grilla með hjálp Vinnuskólans.

Selið á Stokkalæknum opnað

Á laugardag verða haldnir tónleikar í fyrsta sinn í Selinu á Stokkalæk á Rangárvöllum. Þar mun Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari koma fram á tvennum tónleikum ásamt þeim Höllu Oddnýju Magnúsdóttur píanóleikara og Huldu Jónsdóttur fiðluleikara.

Hellvar til Berlínar

Hljómsveitin Hellvar heldur tónleika í Berlín 4. júlí næstkomandi. Um næstum því árvissan viðburð er að ræða hjá sveitinni, sem var einmitt stofnuð í borginni 2004.

Fersk Jackson-lög

Will.i.am úr hljómsveitinni Black Eyed Peas tók upp nýtt efni með Michael Jackson áður en hann lést. Hljómurinn var bæði ferskur og áræðinn. „Þessi lög kröfðust þess af fólki að fara út á dansgólfið. Auðvitað voru þau melódísk," sagði hann.

Börnin áfram hjá ömmu

Börnin þrjú sem poppkóngurinn Michael Jackson lætur eftir sig munu vera hjá ömmu sinni Katherine Jackson til 3. ágúst. Þann dag verður úrskurðað fyrir rétti hver mun hafa forræði yfir börnunum. Móðir Jacksons nýtur einnig þjónustu lögfræðinga við ná umráðarétti yfir eignum fallna goðsins.

Eldheitur Logi og Eiður Smári

Í kvöld klukkan 18:55 í sjónvarpsþættinum Ísland í dag kynnumst við 12 ára hetju sem berst við hvítblæði og átti þann draum heitastan að hitta Eið Smára Guðjohensen sem varð við ósk hans og gerði reyndar gott betur eins og við sjáum í þætti kvöldsins. Þá fóru liðsmenn Ísland í dag líka í eldheitt partý til Loga Geirssonar handboltakappa síðasta laugardag.

Pönkuð Hermione

Leikkonan Emma Watson, sem þekktust er fyrir hlutverk sitt sem hin siðprúða Hermione í Harry Potter myndunum, sýnir á sér spánnýja hlið í nýjasta hefti Elle.

Fjör hjá Hemma og félögum

Hermann Hreiðarsson blés til styrktargolfmótsins Herminator Invitational í Vestmannaeyjum á laugardag. Heiðursgestur mótsins var Sol Campbell, félagi Hermanns hjá Portsmouth. Fjölmargir þjóðþekktir Íslendingar tóku þátt í mótinu sem var afar vel heppnað.

Ný ræðukeppni veldur usla

„Þetta er yndislegur heimur fyrir fólk að detta inn í og hafa áhuga á,“ segir Bragi Páll Sigurðarson sem ætlar að halda ræðukeppni fyrir almenning í sumar.

Þjóðlög á mynddiski

Það styttist í Þjóðlagahátíðina á Siglufirði sem haldin er í tíunda sinn en hún verður sett á miðvikudag. Í tilefni af afmælinu og aldar útgáfuafmælis þjóðlagasafns sr. Bjarna Þorsteinssonar gefur Þjóðlagasetrið á Siglufirði út stórglæsilegan mynddisk með upptökum sem setrið hefur gert á árunum 2005 til 2009. Alls koma fram á diskinum um 50 manns á öllum aldri og víðs vegar að af landinu. Þar á meðal eru 30 kvæðamenn og 20 manna dansflokkur sem sýnir íslenska þjóðdansa. Þá er leikið á langspil og íslenska fiðlu.

Sest á skólabekk í haust

Ísgerður Elfa Gunnarsdóttir hyggst setjast aftur á skólabekk í haust og mun stunda nám í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. „Þetta er búið að blunda í mér í svolítinn tíma. Ég er búin að vera að spá í framhaldsnámi í næstum þrjú ár en alltaf hætt við þar til núna," segir Ísgerður Elfa. Hún segist kvíða því svolítið að hefja bóklegt nám aftur en hlakkar einnig mikið til að takast á við háskólanámið.

Gómsætar minningar

„Upprunalega hugmyndin varð til í kringum vinnu í stuttum kúrs við Listaháskólann. Þar áttum við að vinna verkefni fyrir sælgætisverksmiðjuna Nóa Síríus. Ég ákvað svo að halda verkefninu áfram og notaði hugmyndina í lokaverkefnið mitt og þróaði það töluvert og við það breyttist konseptið og ég hætti að vinna með klisjur og fór að vinna meira með raunveruleikann," segir Arna Rut Þorleifsdóttir vöruhönnuður um minjagripi sem hún hefur hannað.

Framtíð litla Bretlands óljós

David Walliams og Matt Lucas, mennirnir á bak við bresku gamanþættina Little Britian, hafa fengið nóg af þáttunum í bili og ætla ekki að gera fimmtu seríuna eins og leit út fyrir um tíma.

Charlie Sheen deilir við frúnna

Bandaríski leikarinn Charlie Sheen og eiginkona hans Brooke Mueller deildu nýverið harkalega á veitingastað í Beverly Hills í Kaliforníu. Hjónunum mun hafa lent saman vegna nýlegra bílakaupa leikarans. Að sögn sjónarvotta yfirgáfu þau þó skemmtistaðinn saman.

Fíkn gerir ekki mannamun

Styrktarsjóður Susie Rutar Einarsdóttur sem lést um miðjan júní árið 2007 frumsýnir á morgun forvarnarauglýsingu sem ætlað er að sína að fíkn gerir ekki mannamun. „Það skiptir ekki máli hvert þú ert eða hvaða þú kemur. Hver sem er getur orðið fíkn að bráð,“ segir í tilkynningu.

Springsteen stal senunni á Glastonbury

Tónlistarmaðurinn Bruce Springsteen stal um helgina senunni á bresku tónlistarhátíðinni Glastonbury. Söngvaranum þótti takast einkar vel upp á tónleikum sínum sem stóðu í tvær og hálfa klukkustund. „Orkan og gleðin streymdi frá honum,“ sagði Tom Winter frá Stoke-on-Trent um hinn 59 ára gamla söngvara.

Farrah Fawcett verður jarðsett í kyrrþey

Bandaríska leikkonan Farrah Fawcett verður jarðsett í kyrrþey í Los Angeles næstkomandi fimmtudag. Hún komst á stjörnuhimininn fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttum og kvikmyndum um Charlies Angels fyrir margt löngu.

Hafdís Huld: Samsæriskenningar komnar á kreik

„Það eru allir fjölmiðlar hér fullir af fréttum að Michael Jackson, sérstakir þættir á öllum stöðvum með lögunum hans og allskonar samsæriskenningar strax komnar á kreik," svarar Hafdís Huld Þrastardóttir söngkona sem býr í London aðspurð um viðbrögðin við fráfalli Michael Jackson í Bretlandi. „Það er verið að líkja umræðunni í fjölmiðlum við það sem gerðist þegar Elvis og Marilyn Monroe fellu frá," bætir hún við og segir: „Sama hvað fólki fannst um það hvernig Michael lifði sínu persónulega lífi held ég að enginn geti neitað því að maðurinn var alger snillingur þegar kom að tónlist og sviðsframkomu . Lögin hans hafa elst einstaklega vel og það er eiginlega ótrúlegt að hugsa til þess þegar maður hlustar á til dæmis Thriller að þessar upptökur séu meira en 25 ára gamlar." „Uppáhalds Jackson platan mín hefur samt alltaf verið jólaplatan með Jackson five. Hún er spiluð heima hjá mér á hverjum jólum," segir Hafdís áður en kvatt er.

Ellen Kristjáns: Mér fannst hann æðislegur

„Hann var bara einstakur skemmtikraftur af líf og sál en höndlaði ekki þennan frægðarsirkus," segir Ellen Kristjánsdóttir söngkona aðspurð um Michael Jackson. „Mér fannst hann æðislegur, sérstaklega þegar hann var ungur. Uppáhaldslagið mitt er I´ll be there. Elstu stelpurnar mínar og bræðrabörn fannst hann ótrúlega frábær og á tímabili Thrillers var sungið og dansað alla daga og plaköt um alla veggi." „Sorglegt hvernig fór fyrir Michael í lokin en minninginn lifir áfram um frábæran listamann," segir Ellen að lokum.

Viðeyjarhátíð haldin á morgun

Viðeyjarhátíðin verður haldin á morgun með miklum glæsibrag. Eva María Þórarinsdóttir, einn skipuleggjenda, segir þessa árlegu gleðihátíð hafa fest sig í sessi sem frábær skemmtun og samverustund fyrir alla fjölskylduna.

Robbie yfirheyrður á Bahamas

Breska poppstjarnan Robbie William var nýverið yfirheyrður af lögreglunni á Bahamas-eyjum í tengslum við innbrot hjá tveimur ljósmyndurum sem höfðu skömmu áður myndað fyrrum Take That stjörnuna.

Bókaútgefendur æfir yfir endursöluherferð Pennans

„Menn eru ekki ánægðir. Og þetta er ekki bara einhver afmarkaður hópur bókaútgefenda heldur er breið samstaða meðal bókaútgefenda um þetta,“ segir Kristján B. Jónasson. Hann er þarna að vísa í endursöluherferð Pennans þar sem viðskiptavinum gefst kostur á að koma með kiljur frá árinu 2007 til 2009, selja hvert stykki fyrir 200 krónur og kaupa aðrar skilabækur á 400 krónur.

Handtekinn á flugvelli

Jonathan Rhys Meyers, sem lék á móti Anitu Briem í sjónvarps­þáttunum The Tudors, var ný­verið handtekinn á flugvelli í París fyrir að hóta barþjóni lífláti. Leikarinn, sem er 31 árs, var drukkinn þegar hann lét öllum illum látum á bar Charles de Gaulle-flugvallarins. Eftir að hafa úthúðað barþjóninum var hann handtekinn og látinn dúsa í varðhaldi í á meðan víman rann af honum.

Gullmolar níunda áratugarins

Útvarpsmaðurinn Sigurður Hlöðversson, eða Siggi Hlö, hefur gefið út þreföldu safnplötuna Veistu hver ég var? Sextíu lög eru á plötunum þremur sem öll nutu vinsælda á níunda áratugnum.

Þóra gerir sjónvarpsþætti um Hrunið

„Jú, þetta er rétt, þetta er í samvinnu við Guðna Th. Jóhannesson og verður byggt á bókinni hans,“ segir sjónvarpskonan Þóra Arnórsdóttir sem er að fara að gera heimildar­þáttaröð um íslenska efnahagshrunið. Þóra neitar því ekki að þetta sé krefjandi verkefni en hún sé full tilhlökkunar að takast á við það. Ráðgert er að tökur og vinnsla hefjist í ágúst en þangað til mun sjónvarpskonan liggja yfir bók Guðna í sólinni á Ítalíu þar sem hún er nú í sumarfríi.

Tónskáld mótmæla

Enn halda áfram opinber mótmæli vegna afstöðu fulltrúa Bandalags íslenskra listamanna í Menningarmálanefnd Reykjavíkur sem fettu fingur út í þá ákvörðun nefndarinnar að velja Steinunni Sigurðardóttur sem Borgarlistamann 2009. Nú hefur borist yfirlýsing frá stjórn Tónskáldafélags Íslands varðandi útnefninguna.

Syrgir poppkónginn á Íslandi

„Þetta er búin að vera löng nótt, ég er búinn að vera í símanum frá því að fréttirnar bárust,“ segir Shmuley Boteach rabbíni, einn nánasti vinur poppkóngsins Michaels Jackson, í samtali við Fréttablaðið. Í viðtölum við erlenda fréttamiðla hefur Shmuley sagt að þetta sé amerískur harmleikur en honum hafi alltaf fundist eins og þetta yrðu örlög Jacksons, að deyja ungur.

Kjúklingum stolið úr frystikistu

„Þetta er afskaplega fyndið eins og Braga einum er lagið, alveg óþolandi fyndið eiginlega,“ segir leikstjórinn Stefán Jónsson. Eftir áramót verður frumsýnt í Þjóðleikhúsinu leikritið Hænuungarnir eftir Braga Ólafsson í leikstjórn Stefáns.

Hátíð í Hallgrímskirkju

Alþjóðlegt orgelsumar í Hallgrímskirkju hefst á morgun og er það nú haldið í sautjánda sinn. Á orgel­sumri er því fagnað hversu mikið og merkilegt orgel er í kirkjunni á Skólavörðuhæð og þangað koma orgelleikarar á heimsmælikvarða. Hátíðinni tengist svo margvíslegt annað starf en tónlistarlíf og hefur listastarf verið mikilvægur þáttur í kirkjustarfinu í Hallgrímssókn.

Potter vill eldri konur

Leikarinn Daniel Radcliffe, sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt sem Harry Potter, segir í viðtali við tímaritið Parade að hann vilji heldur eldri konur. „Mér finnst, svona almennt, að maður þurfi ekki að hafa jafn mikið fyrir því að skemmta eldri konum. Flestar stelpur sem ég hef átt í sambandi við eru komnar á þrítugsaldurinn,“ segir Radcliffe.

Einu tónleikar Ske-liða

Hljómsveitin Ske fagnar útgáfu þriðju breiðskífu sinnar með tónleikum á Grand Rokk í kvöld. Plata Ske, Love For You All, er nýkomin út og hefur fengið góðar viðtökur. Sveitin hefur aldrei þótt iðin við tónleikahald og meðlimir hennar ætla engu að breyta þar um nú, tónleikarnir í kvöld verða að líkindum þeir einu í náinni framtíð. Jeff Who? kemur einnig fram og munu sveitirnar ætla að taka saman lagið. Tónleikarnir hefjast klukkan 22.30.

DiCaprio með strákunum

Fjölmiðlar hið vestra hafa verið að velta sér upp úr því hvort leikarinn Leon­ardo DiCaprio sé orðinn laus og liðugur á ný. Leikarinn, sem hefur verið í sambúð með ísraelsku fyrirsætunni Bar Rafaeli í nokkurn tíma, mætti á skemmtistaðinn MyHouse í Hollywood ásamt vinahóp sínum um helgina.

Michael undir ómannlegu álagi - myndband

„Veistu ég var ekki hissa. Michael Jackson var undir ómannlegu álagi," segir Páll Óskar meðal annars þegar talið berst að fráfalli og ekki síður útlitsbreytingum Michael í gegnum tíðina.

Hönnuðu Michael Jackson bol í nótt

Bolabúðin Dogma á Laugavegi var ekki lengi að bregðast við tíðindum gærkvöldsins. Strax í nótt var farið í það að hanna Michael Jackson bol sem fór í prentun í morgun og í kjölfarið strax í sölu. Magnús Nílsson hjá Dogma segir að annar bolur sé á leiðinni og verði kominn í búðir seinnipartinn í dag. Á þeim bol er Jackson orðinn aðeins eldri og hvítari.

Jackson bauð Bryndísi til Neverland

„Michael Jackson var snillingur á sínu sviði. Ég mun persónulega minnast hans með mikilli hlýju fyrir að hafa boðið Bryndísi dóttur minni, þá 12 ára gamalli, í ævintýragarðinn sinn Neverland og leyst hana þaðan út með fallegum og árituðum persónulegum gjöfum," segir Jakob Frímann Magnússon aðspurður um hans minningu um Michael Jackson.

Baggalútur: Sleginn yfir fréttunum

„Ég varð mjög sleginn þegar ég frétti af andláti Michaels enda hafði ég mikið álit á honum sem tónlistarmanni og manneskju, jafnvel þótt við höfum þroskast hvor í sína áttina - þó kannski aðallega á tónskalanum," segir Karl Sigurðsson meðlimur Baggalúts aðspurður um hans viðbrögð við óvæntu andláti Michael Jackson. „Mitt uppáhaldslag með Michael er líklega lagið „Ben" sem hann tók upp árið 1972 aðeins fjórtán ára gamall. Þetta lag, sem var titillag kvikmyndar um morðóðu gælurottuna Ben, er svo hugljúft að Michael táraðist jafnan þegar hann flutti hann á sviði."

Sjá næstu 50 fréttir