Kalli Bjarni í æfingabúðum með glænýrri hljómsveit 30. júní 2009 06:00 Kalli Bjarni lýkur afplánun þann 2. ágúst næstkomandi og hyggst snúa aftur á tónlistarsviðið. fréttablaðið/Vilhelm „Ég fann reyndar Idol-jakkann minn á sunnudaginn. Örugglega bara merki frá æðri máttarvöldum," segir Karl Bjarni Guðmundsson, betur þekktur sem Kalli Bjarni. Söngvarinn, sem heillaði þjóðina upp úr skónum í Idol-stjörnuleit Stöðvar 2, hefur setið bak við lás og slá nánast samfleytt síðan í júní 2007 fyrir fíkniefnasmygl, en horfir nú fram á veginn því hann verður látinn laus 2. ágúst næstkomandi. Kalli er búinn að stofna hljómsveit ásamt Steina bróður sínum og Grétari Lárusi Matthíassyni, sem hefur stutt dyggilega við bakið á félaga sínum í gegnum súrt og sætt. Þeir hafa fengið til liðs við sig Rúnar Sveinsson sem ber bumbur en Kalli lýsir honum sem undrabarninu frá Grundarfirði. Kall upplýsir í samtali við Fréttablaðið að hann hafi verið iðinn við að semja lög og texta að undanförnu. Reyndar geta aðdáendur Kalla tekið forskot á sæluna en nokkrir félagar hans hafa sett inn á YouTube tvö myndbönd sem tekin voru upp í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg um svipað leyti og Kalli hóf afplánun sína. Þar flytur hann Lady in black og Ain't No Sunshine í góðum félagsskap. Kalli Bjarni hefur að undanförnu dvalist á Vernd og segir að sér líði betur en nokkru sinni fyrr. „Ég notaði tímann vel á Kvíabryggju og milli þess sem ég var að beita þá var ég að skrifa texta og semja lög," segir Kalli en nafnið á hljómsveitinni er enn í fæðingu. „Við erum í æfingabúðum núna, æfum eins og vitleysingar og erum að púsla þessu saman. Þetta er í raun og veru efnið sem ég ætlaði að koma á framfæri þegar Idolinu lauk en þá réði maður voðalega litlu sjálfur um tónlistina," segir Kalli, en bætir því við að ekkert muni koma frá hljómsveitinni fyrr en allir meðlimir sveitarinnar séu sáttir. „Þetta kemur bara beint frá hjartanu og við erum ekkert að þessu til að ná eyrum markaðarins. Ef það tekst verður það bara bónus." Og Kalli óttast ekki að fara aftur út í tónlistina sem svo oft er sveipuð áru áfengis og annarra vímuefna. „Nei, maður verður bara að þekkja sín takmörk, ég er ekkert að fara taka þátt í einhverju Jameson-maraþoni eða sveitaballamaníu." Móðir Kalla Bjarna, Sveinbjörg Karlsdóttir, hefur staðið við hlið sonar síns eins og klettur. Og hún hefur heyrt sum af lögunum hans. „Hann hefur bara aldrei verið betri," segir Sveinbjörg í samtali við Fréttablaðið. Hún kveðst vera stolt af syni sínum og segir hann mikið breyttan mann. Allt hafi hreinlega gengið eins og í góðri lygasögu. „Ef Kalli lærir ekki af þessu núna, þá lærir hann aldrei." Mest lesið Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Oprah sú valdamesta Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands Lífið Fleiri fréttir Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Sjá meira
„Ég fann reyndar Idol-jakkann minn á sunnudaginn. Örugglega bara merki frá æðri máttarvöldum," segir Karl Bjarni Guðmundsson, betur þekktur sem Kalli Bjarni. Söngvarinn, sem heillaði þjóðina upp úr skónum í Idol-stjörnuleit Stöðvar 2, hefur setið bak við lás og slá nánast samfleytt síðan í júní 2007 fyrir fíkniefnasmygl, en horfir nú fram á veginn því hann verður látinn laus 2. ágúst næstkomandi. Kalli er búinn að stofna hljómsveit ásamt Steina bróður sínum og Grétari Lárusi Matthíassyni, sem hefur stutt dyggilega við bakið á félaga sínum í gegnum súrt og sætt. Þeir hafa fengið til liðs við sig Rúnar Sveinsson sem ber bumbur en Kalli lýsir honum sem undrabarninu frá Grundarfirði. Kall upplýsir í samtali við Fréttablaðið að hann hafi verið iðinn við að semja lög og texta að undanförnu. Reyndar geta aðdáendur Kalla tekið forskot á sæluna en nokkrir félagar hans hafa sett inn á YouTube tvö myndbönd sem tekin voru upp í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg um svipað leyti og Kalli hóf afplánun sína. Þar flytur hann Lady in black og Ain't No Sunshine í góðum félagsskap. Kalli Bjarni hefur að undanförnu dvalist á Vernd og segir að sér líði betur en nokkru sinni fyrr. „Ég notaði tímann vel á Kvíabryggju og milli þess sem ég var að beita þá var ég að skrifa texta og semja lög," segir Kalli en nafnið á hljómsveitinni er enn í fæðingu. „Við erum í æfingabúðum núna, æfum eins og vitleysingar og erum að púsla þessu saman. Þetta er í raun og veru efnið sem ég ætlaði að koma á framfæri þegar Idolinu lauk en þá réði maður voðalega litlu sjálfur um tónlistina," segir Kalli, en bætir því við að ekkert muni koma frá hljómsveitinni fyrr en allir meðlimir sveitarinnar séu sáttir. „Þetta kemur bara beint frá hjartanu og við erum ekkert að þessu til að ná eyrum markaðarins. Ef það tekst verður það bara bónus." Og Kalli óttast ekki að fara aftur út í tónlistina sem svo oft er sveipuð áru áfengis og annarra vímuefna. „Nei, maður verður bara að þekkja sín takmörk, ég er ekkert að fara taka þátt í einhverju Jameson-maraþoni eða sveitaballamaníu." Móðir Kalla Bjarna, Sveinbjörg Karlsdóttir, hefur staðið við hlið sonar síns eins og klettur. Og hún hefur heyrt sum af lögunum hans. „Hann hefur bara aldrei verið betri," segir Sveinbjörg í samtali við Fréttablaðið. Hún kveðst vera stolt af syni sínum og segir hann mikið breyttan mann. Allt hafi hreinlega gengið eins og í góðri lygasögu. „Ef Kalli lærir ekki af þessu núna, þá lærir hann aldrei."
Mest lesið Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Oprah sú valdamesta Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands Lífið Fleiri fréttir Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Sjá meira