Ný ræðukeppni veldur usla 29. júní 2009 05:00 Bragi Páll ætlar að halda ræðukeppni fyrir almenning í sumar og lofar skemmtilegum viðburði. fréttablaðið/stefán „Þetta er yndislegur heimur fyrir fólk að detta inn í og hafa áhuga á,“ segir Bragi Páll Sigurðarson sem ætlar að halda ræðukeppni fyrir almenning í sumar. Á meðal þeirra sem hafa staðfest þátttöku sína eru rapparinn Dóri DNA og Atli Bollason úr Sprengjuhöllinni, sem eru reyndir Morfís-menn, auk þess sem vonir standa til að Gísli Marteinn Baldursson, Inga Lind Karlsdóttir, Helgi Hjörvar og Sigmar Guðmundsson taki þátt. „Mig hefur alltaf langað til að færa þetta skrýtna Morfís-fyrirkomulag til almennings af því að þetta þekkist hvergi annars staðar. Ræðukeppnir í Bandaríkjunum eru hundleiðinlegar eftirhermur af því að fólk sé að verja doktorsritgerðir og Junior Chamber á Íslandi sem Morfís er byggt á er til sjálfsstyrkingar fyrir aumingja,“ segir Bragi Páll og dregur ekkert undan. „Það að hrokafullir drullusokkar séu að skiptast á að rífast veit ég ekki til að sé til sem keppnisform neins staðar annars staðar. Mig hefur alltaf langað til að koma Morfís í sjónvarp eða vekja athygli á því þannig að fólk geti horft á keppnirnar því það veit enginn nema þeir sem hafa farið á svona keppnir hversu mikil skemmtun þetta er.“ Bragi heldur fyrstu keppnina næstkomandi fimmtudag í Austurbæ í samvinnu við samtökin Frumkvæði. Eftir það verða tvær keppnir haldnar í viku fram að menningarnótt þar sem aðalkeppnin fer fram á Ingólfstorgi. Stefán Pálsson, fyrrverandi keppandi og þjálfari í Morfís, er ekki jafnhrifinn af þessari nýju ræðukeppni og Bragi Páll. Hann telur að hún eigi ekkert erindi til almennings og sé best geymd innan veggja framhaldsskólanna. „Ég hafði einstaklega gaman af Morfís þegar ég var sjálfur í menntó og hafði meira að segja góðan pening upp úr því þegar ég var í háskóla að þjálfa Morfís-lið með ágætis árangri en það er afar fátt í þessu pródúkti sem á erindi út fyrir framhaldsskólana. Þetta er menntaskólaskopskyn í sinni tærustu mynd en það er nú bara eðlilegt að framhaldsskólanemum finnist heimurinn hverfast dálítið um sjálfa sig og skilja ekki af hverju fólk vill ekki bara sitja og klappa,“ segir Stefán. „Þetta virkar í sínu umhverfi. Menn voru að streða við að sýna frá þessu og lýsa þessu í útvarpi en það var aldrei sérstaklega gott fjölmiðlaefni.“ Stefán á ekki von á því að margir gamlir ræðujaxlar fáist til að taka þátt í keppninni og sjálfur hefur hann engan áhuga á verkefninu. „Ég reikna með því að þetta brái af mönnum en hins vegar breytir það því ekki að mér þykir mjög vænt um Morfís-keppnina og ég ætla rétt að vona að hún haldi áfram að lifa og dafna. En menn eiga bara að þekkja sín takmörk og þekkja sinn stað.“freyr@frettabladid.is Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira
„Þetta er yndislegur heimur fyrir fólk að detta inn í og hafa áhuga á,“ segir Bragi Páll Sigurðarson sem ætlar að halda ræðukeppni fyrir almenning í sumar. Á meðal þeirra sem hafa staðfest þátttöku sína eru rapparinn Dóri DNA og Atli Bollason úr Sprengjuhöllinni, sem eru reyndir Morfís-menn, auk þess sem vonir standa til að Gísli Marteinn Baldursson, Inga Lind Karlsdóttir, Helgi Hjörvar og Sigmar Guðmundsson taki þátt. „Mig hefur alltaf langað til að færa þetta skrýtna Morfís-fyrirkomulag til almennings af því að þetta þekkist hvergi annars staðar. Ræðukeppnir í Bandaríkjunum eru hundleiðinlegar eftirhermur af því að fólk sé að verja doktorsritgerðir og Junior Chamber á Íslandi sem Morfís er byggt á er til sjálfsstyrkingar fyrir aumingja,“ segir Bragi Páll og dregur ekkert undan. „Það að hrokafullir drullusokkar séu að skiptast á að rífast veit ég ekki til að sé til sem keppnisform neins staðar annars staðar. Mig hefur alltaf langað til að koma Morfís í sjónvarp eða vekja athygli á því þannig að fólk geti horft á keppnirnar því það veit enginn nema þeir sem hafa farið á svona keppnir hversu mikil skemmtun þetta er.“ Bragi heldur fyrstu keppnina næstkomandi fimmtudag í Austurbæ í samvinnu við samtökin Frumkvæði. Eftir það verða tvær keppnir haldnar í viku fram að menningarnótt þar sem aðalkeppnin fer fram á Ingólfstorgi. Stefán Pálsson, fyrrverandi keppandi og þjálfari í Morfís, er ekki jafnhrifinn af þessari nýju ræðukeppni og Bragi Páll. Hann telur að hún eigi ekkert erindi til almennings og sé best geymd innan veggja framhaldsskólanna. „Ég hafði einstaklega gaman af Morfís þegar ég var sjálfur í menntó og hafði meira að segja góðan pening upp úr því þegar ég var í háskóla að þjálfa Morfís-lið með ágætis árangri en það er afar fátt í þessu pródúkti sem á erindi út fyrir framhaldsskólana. Þetta er menntaskólaskopskyn í sinni tærustu mynd en það er nú bara eðlilegt að framhaldsskólanemum finnist heimurinn hverfast dálítið um sjálfa sig og skilja ekki af hverju fólk vill ekki bara sitja og klappa,“ segir Stefán. „Þetta virkar í sínu umhverfi. Menn voru að streða við að sýna frá þessu og lýsa þessu í útvarpi en það var aldrei sérstaklega gott fjölmiðlaefni.“ Stefán á ekki von á því að margir gamlir ræðujaxlar fáist til að taka þátt í keppninni og sjálfur hefur hann engan áhuga á verkefninu. „Ég reikna með því að þetta brái af mönnum en hins vegar breytir það því ekki að mér þykir mjög vænt um Morfís-keppnina og ég ætla rétt að vona að hún haldi áfram að lifa og dafna. En menn eiga bara að þekkja sín takmörk og þekkja sinn stað.“freyr@frettabladid.is
Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira